FÉLA3KS05(SB) - Kenningar og samfélag

kenningar, samélag

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FÉLA2ES05
Framhaldsáfangi þar sem lögð er áhersla á að beita rannsóknaraðferðum og kenningum með það að markmiði að auka skilning á mismunandi félagslegum viðfangsefnum. Jafnframt verður leitast við að auka félagslegt innsæi nemenda og skilning þeirra á viðfangsefnum eins og félagslegri lagskiptingu, afbrotum, samskiptum og fjölmiðlum. Mikilvægt er að nemandinn geti greint ólík viðfangsefni útfrá ólíkum sjónarhornum með mismunandi kenningar og rannsóknaraðferðir í huga. Að loknum áfanganum á nemandinn að geta beitt mismunandi aðferðum við greiningu og mat á ólíkum félagslegum viðfangsefnum

Þekkingarviðmið

 • helstu aðferðum í rannsóknum
 • helstu kenningalegu sjónarhornum
 • áhrifum samskipta á hversdagslegt líf
 • frávikum og afbrotum
 • félagslegri lagskiptingu
 • kynhlutverkum

Leikniviðmið

 • framkvæma einfalda rannsókn
 • skilja hvernig samskipti virka og hvernig hægt er að móta líf sitt með samskiptahæfni
 • greina frávik og afbrot og helstu kenningar á sviðinu
 • skilja kosti og galla félagslegrar lagskiptingar

Hæfnisviðmið

 • geta beitt gagnrýnni hugsun í fræðilegri umræðu sem og í almennri umræðu
 • skilja helstu aðferðir greinarinnar og geta nýtt sér kenningar hennar í leik og starfi
Nánari upplýsingar á námskrá.is