LÝÐH1HL05(SB) - Lýðheilsa

Heilbrigður lífsstíll

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Áfanginn fer fram í formi fyrirlestra, umræðna, hópeflis, einstaklings- og hópverkefna. Áhersla er lögð á að efla heilsu nemenda með því að fjalla um heilbrigðan lífsstíl, forvarnir og mikilvægi góðs heilsulæsis. Kynntar verða forvarnir (1. stigs) sem tengjast hreyfingu, næringu, vímuefnum, svefni, streitu, kynfræðslu og andlegri heilsu. Áhersla er lögð á að nemendur viti hvað er góð líkamsbeiting, þol, styrkur og liðleiki og hvernig þjálfa má þá þætti til að efla heilsuna. Fjallað er um mikilvægi þess að lifa í uppbyggjandi umhverfi, bera ábyrgð á sjálfum sér og fjármálalæsi. Nemendur fá leiðsögn til efla sjálfstraust og núvitund. Unnið er með samskipti,virðingu, fordóma og mikilvægi réttlætis

Þekkingarviðmið

 • hvað felst í hugtökunum heilsa, heilbrigði og forvarnir
 • mikilvægi hreyfingar og góðrar næringar
 • mikilvægi góðs sjálfstrausts, tjáningar og samskiptahæfni
 • hvað er kynheilbrigði og mikilvægi þess bera virðingu fyrir eigin líkama
 • skaðsemi reykinga, áfengis og vímuefna á líkamlega, andlega og félagslega heilsu
 • hvernig umhverfið og nærsamfélagið hefur áhrif á lífsgæði fólks
 • streitu, streituvöldum og streitulosandi aðferðum
 • núvitund og geðrækt
 • jafnréttishugtökum

Leikniviðmið

 • skoða og meta eigin heilsu,heilbrigði og velferð
 • beita líkamanum rétt og þekkja leiðir til að auka úthald sitt, styrk og liðleika
 • velja góða næringu sem eflir líkamann
 • að nýta sér fræðsluefni og rannsóknir til þess að viðhalda og/eða bæta eigin heilsu
 • efla félagsþroska sinn og eiga árangursrík samskipti við aðra óháð kyni, litarhætti, trúarbrögðum, kynhegðun, efnahag eða búsetu
 • sýna samkennd og tillitsemi
 • beita gagnrýnni hugsun og tjá eigin skoðanir
 • taka ígrundaðar ákvarðanir varðandi kynheilbrigði
 • framkvæma streitulosandi æfingar
 • forgangsraða – setja heilsuna í fyrsta sæti

Hæfnisviðmið

 • nýta heilsulæsi sitt til að efla og viðhalda góðri líkamlegri,andlegri og félagslegri heilsu
 • bera ábyrgð á sjálfum sér og auka sjálfstæði sitt
 • vera meðvitaður um eigin styrkleika
 • láta skoðanir sínar í ljós og hlusta á sjónarmið annarra
 • geta valið leiðir sem liggja í átt að góðri heilsu
 • vinna að forvörnum og heilsueflingu
 • eiga í árangursríkum samskiptum við aðra, geta til að mynda borið virðingu og umhyggju fyrir öðrum óháð kyni, litarhætti, trúarbrögðum, kynhegðun, efnahag og búsetu
 • skipuleggja fjármál sín af ábyrgð og hagsýni
Nánari upplýsingar á námskrá.is