ÍÞRÓ1HP01(SB) - Hlaup

Hlaup

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Áfanginn er verklegur. Markmið áfangans er að nemandi fræðist um hlaup og stuðla skal að því að nemendur geti sjálfir ræktað líkama sinn sér til heilsubótar og ánægju með hlaupum

Þekkingarviðmið

 • mikilvægi hreyfingar
 • áhrifum hlaupa á líkamann
 • líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu
 • leiðum til að nýta líkams- og heilsurækt við daglegar athafnir
 • notkun púlsmæla
 • gildi samvinnu, umburðarlyndis og virðingar
 • forvarnargildi líkamsræktar

Leikniviðmið

 • hlaupa og velja sér góðar hlaupaleiðir
 • hreyfa sig sér til heilsubótar og ánægju
 • nýta sér tæknina til að hreyfa sig meira
 • taka tillit annarra og hvetja þá

Hæfnisviðmið

 • stunda hreyfingu án mikils tilkostnaðar
 • sýna öðrum virðingu við leik, keppni, nám og störf
 • vinna að bættri heilsu í samvinnu við aðra
 • styrkja jákvæða sjálfsmynd með þátttöku í hlaupum
 • gera hreyfingu að lífsstíl
Nánari upplýsingar á námskrá.is