STÆR3DF05(SB) - Stærðfræði - Föll og diffrun

deildun, föll, markgildi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: STÆR2VH05
Meginefni áfangans eru: föll, markgildi, diffurreikningur og kynning á diffrun. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: föll: Veldisföll, vísisföll, lograföll, andhverf föll, samsett föll, eintæk, átæk og gagntæk föll. Markgildi og diffrun og skilgreining á afleiðu falls. Diffrun veldis- vísis-, logra- og hornafalla. Reiknireglur fyrir diffrun margfeldis, ræðra falla og samsettra falla. Aðfellur. Hagnýting diffrunar við könnun falla, s.s. að finna staðbundin hágildi og lággildi, einhallabil, beygjuskil og jöfnu snertils. Gröf falla

Þekkingarviðmið

 • föllum: veldisföllum, vísisföllum, lograföllum og hornaföllum
 • ýmsum formúlum og sönnunum þeirra
 • markgildum og skilgreiningu þeirra
 • diffrun

Leikniviðmið

 • finna skilgreiningar og myndmengi falla, fastapunkta og fallgildi
 • vinna með vísis- og lograföll með mismunandi grunntölum
 • finna andhverfur falla og að skeyta saman föllum
 • nota markgildi og skilgreiningu á afleiðu falls
 • diffra veldisföll, vísisföll, lograföll og hornaföll, og nota reiknireglur fyrir diffrun margfeldis, ræðra falla og samsettra falla
 • nota diffurreikning við könnun falla, einkum að finna staðbundin útgildi, einhallabil, beygjuskil, jöfnu snertils, aðfellur og að teikna gröf falla

Hæfnisviðmið

 • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
 • velja þær aðferðir sem við eiga hverju sinni til að leysa verkefni og beita þeim rétt
 • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum
 • fylgja og skilja röksemdafærslu í mæltu máli og í texta
 • leysa margvísleg viðfangsefni í öðrum námsgreinum og daglegu lífi
 • kunna að sanna ákveðnar reglur og vinna með mismunandi útfærslur reglna
Nánari upplýsingar á námskrá.is