grunnáfangi í náttúrufræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í áfanganum munu nemendur kynnast náttúru Íslands. Lögð verður sérstök áhersla á náttúruna í nánasta umhverfi nemenda, bæði dýralíf og plöntulíf og farið í jarðmyndanir á svæðinu. Nemendur læra að bera virðingu fyrir náttúrunni.
Þekkingarviðmið
- náttúrunni í nánasta umhverfi
- helstu dýrategundum í náttúru Íslands
- helstu plöntutegundum í náttúru Íslands
- flekakenningunni
- jarðmyndunum á Reykjanesskaganum
- náttúruvernd
Leikniviðmið
- að nafngreina helstu plöntur
- að nafngreina algenga fugla
- að greina í sundur algengar jarðmyndanir
Hæfnisviðmið
- njóta náttúrunnar
- umgangast náttúruna af virðingu
Nánari upplýsingar á námskrá.is