STAR1OG05 - Starfsnám með áherslu á störf í opinbera geiranum

Störf í opinbera geiranum

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Í áfanganum er áhersla lögð á að nemendur öðlist þá þekkingu og færni sem þeir þurfa til að geta tekist á við störf á opinberum stofnunum þar sem unnið er með börn, fullorðna einstaklinga og fólk á öllum aldri með fötlun. Nemendur læra um þroska barna á leik- og grunnskólaaldri og merkingu helstu hugtaka innan uppeldisfræðinnar. Fjallað verður um hvað einkennir starf með mismunandi aldurshópum og á mismunandi þroskaskeiðum. Fjallað verður um hugtakið uppeldi fyrir alla og gildi þess fyrir einstaklinginn og samfélagið. Nemendur læra um mikilvægi þess að efla sjálfstraust og færni í samskiptum almennt. Þeir kynnast hvaða breytingar verða hjá einstaklingum með auknum þroska og hækkandi aldri og fjallað verður um ýmis atriði í tengslum við það, sem og um fötlun, öldrun og mismunandi vinnu með öllum þessum hópum. Skoðuð eru markmið leik- og grunnskóla í opinberum lögum auk þeirra laga og reglugerða sem við eiga hverju sinni.

Þekkingarviðmið

 • Mismunandi störfum sem tengjast fræðslu og umönnun
 • Mismunandi þroskaskeiðum og þroskaþáttum
 • Þörfum mismunandi hópa varðandi fræðslu og umönnun
 • Mikilvægi þess að öðlast færni í samskiptum og samstarfi
 • Margbreytileika mannlífsins á öllum aldursskeiðum
 • Mikilvægi þess að allir njóti jafnréttis og búi við lýðræði
 • Mikilvægi heilbrigðis og velferðar fyrir þá hópa sem þeir vinna með hverju sinni

Leikniviðmið

 • Þekkja mismunandi þarfir einstaklinga
 • Meta eigin færni og styrk til að vinna með öðrum
 • Taka þátt í samræðum og umgangast mismunandi hópa fólks
 • Beita aðferðum uppeldisfræðinnar
 • Nota þekkingu sína í starfi

Hæfnisviðmið

 • Geta unnið með mismunandi hópum fólks
 • Hvetja einstaklinga til sjálfshjálpar
 • Aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar
 • Beita gangrýnni og skapandi hugsun
 • Taka þátt í samræðum við mismunandi hópa
Nánari upplýsingar á námskrá.is