STAR1FS05 - Starfsnám með áherslu á framleiðslustörf

Framleiðslustörf

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á mismunandi störfum, mikilvægi þeirra og umhverfi. Nemendur kynnast helstu grunn- og framleiðslustörfum í samfélaginu og mikilvægi þess að hafa þá færni sem til er ætlast við að sinna þeim. Nemendur fræðast um réttindi sem þarf til að stjórna hinum ýmsu vinnuvélum og fáundirbúning fyrir slík námskeið. Fjallað verður um mikilvægi starfanna í nærumhverfi og þýðingu þeirra fyrir samfélagið í heild. Nemendur fræðast um réttindi og skyldur starfsmanna í viðkomandi greinum og öryggis- og hollustuhætti sem snúa að þessum störfum sérstaklega.

Þekkingarviðmið

 • Mismunandi störfum sem tengjast framleiðslu
 • Mismunandi störfum sem tengjast iðnaði
 • Mikilvægi og þýðingu starfanna fyrir samfélagið
 • Margbreytileika mannlífsins í öllum störfum og mikilvægi þess að allir njóti jafnréttis
 • Helstu öryggis- og hollustuháttum sem tengjast störfunum og þeim réttindum sem nauðsynleg eru
 • Mikilvægi heilbrigðis og velferðar fyrir sjálfa sig og aðra sem þeir vinna með hverju sinni
 • Gildi góðrar hegðunar og breytni í samskiptum við annað fólk, dýr og umhverfi

Leikniviðmið

 • Beita hinum ýmsu verkfærum sem þörf er á hverju sinni
 • Stýra hinum ýmsu vélum sem þörf er á hverju sinni
 • Finna út og þekkja eigin færni og styrk til að vinna mismunandi störf
 • Vinna einir og/eða í samvinnu við aðra
 • Beita virkri hlustun og geta farið eftir fyrirmælum
 • Umgangast mismunandi starfsaðstæður og starfsfélaga/samstarfsmenn

Hæfnisviðmið

 • Vinna með mismunandi verkfærum og vélum
 • Vinna með mismunandi fólki
 • Vinna við mismunandi aðstæður
 • Sýna viðeigandi hegðun og gætni eftir þörfum
 • Taka leiðsögn og gagnrýni á uppbyggilegan hátt
 • Halda uppi samræðum við starfsfélaga
 • Sýna frumkvæði í starfi
Nánari upplýsingar á námskrá.is