DANS1SK02 - Danska með áherslu á sköpun

Sköpun í víðu samhengi

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður verður með sköpun í víðu samhengi. Áhersla verður á að nýta talmál, hlustun, umræður, lestur og fleira og verður nálgunin í áfanganum út frá sköpuninni. Notast verður við kvikmyndir, ljósmyndir, orð, hugtök, tímarit, tónlist og fleira sem fær nemendur til að hugsa út fyrir rammann og skapa.

Þekkingarviðmið

 • Mikilvægi sköpunar í dönskunámi og að sköpun getur verið alls staðar og í öllu
 • Að sköpunin felst í vinnuferlinu ekki síður en afrakstrinum
 • Að sköpun veitir gleði og frelsi
 • Mikilvægi þess að nota ímyndurnaraflið þegar verið er að vinna eftir hefðbundnum leiðum

Leikniviðmið

 • Að fara mismunandi leiðir í námsferlinu
 • Að beita mismunandi aðferðum við upplýsingaöflun
 • Að beita mismunandi aðferðum til að öðlast aukinn orðaforða
 • Að beita mismunandi aðferðum við tjáningu

Hæfnisviðmið

 • Vinna að sköpun sinni á fjölbreyttan hátt
 • Tjá sig um verk sín
 • Hlusta á aðra tjá sig af virðingu
 • Skilja einfalda dönsku sem tengist daglegu lífi
 • Geta áttað sig á megininnihaldi, t.d í texta
 • Geta skapað samtal út frá gefnum fyrirmyndum sem og frjálst
Nánari upplýsingar á námskrá.is