ÍSLE1MT05 - Íslenska með áherslu á málfræði

málfræði, ritun og tjáning

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með alla þætti íslenskunnar þar sem málfræði verður höfð að leiðarljósi. Málfræðin verður skoðuð með fjölbreyttari nálgun, bæði í frásögn og/eða riti. Áhersla er á að efla sjálftraust nemenda og trú á eigin málfærni í ræði og/eða riti. Nemendur fá þjálfun í málfræðihugtökum sem nýtast í tal- og ritmáli og grunnhugtökum í ritgerðasmíði. Stefnt er að því að allir auki við orðaforða sinn í ræðu og/eða riti.

Þekkingarviðmið

 • Grunnhugtökum málfræðinnar
 • Grunnhugtökum í ritgerðarsmíð
 • Réttritun og reglum sem gilda um hana miðað við færni hvers og eins

Leikniviðmið

 • Nýta sér leiðréttingarforrit og/eða hjálpartæki sem hægt er að nýta í málfræðilegum verkefnum
 • Draga saman aðalatriði eftir að hafa hlustað á fyrirlestur og/eða lesið texta
 • Endursegja eða endurflytja afmörkuð efni
 • Gera grein fyrir hefðbundinni byggingu sögu
 • Nýta sér uppflettirit, handbækur og netmiðla sér til gagns
 • Taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir

Hæfnisviðmið

 • Vera meðvitaður um styrkleika sína
 • Auka sjálftraust sitt og trú á eigin málfærni í ræðu og/eða riti
 • Tjá sig um ýmis málefni í ræðu og/eða riti
 • Nýta málfræði til að bæta sig í ræðu og/eða riti
Nánari upplýsingar á námskrá.is