Rafvirkjabraut 2018 (RAF18) - 255 ein.

Nám í rafvirkjun hefst á fjórum önnum í grunnnámi rafiðnar en þegar þeim er lokið taka við tvær annir í rafvirkjun. Rafvirkjanám er þriggja ára nám auk starfsþjálfunar. Haldið er utan um starfsþjálfun með rafrænni ferilbók sem nemendur þurfa að ljúka áður en þeir útskrifast. Námið er bæði verklegt og bóklegt og að námi loknu geta nemendur tekið sveinspróf og byrjað að vinna sem rafvirkjar eða haldið áfram í frekara nám. Þetta nám er góður grunnur hvort sem farið er beint út á vinnumarkaðinn eða sem undirbúningur fyrir m.a. tækninám á háskólastigi.

Um brautina

  • Nám í rafvirkjun er bæði bóklegt og verklegt. Námið er 255 einingar og skipulagt sem 6 annir í skóla ásamt starfsþjálfun.
  • Ef nemandi hefur ekki lokið 1. ári í grunnnámi rafvirkjunar með viðunandi árangri er hugsanlegt að hann fái ekki að hefja nám á 2. ári fyrr en hann hefur lokið sérgreinum brautar 1. árs.
  • Að loknu grunn­námi rafiðna getur nem­andi farið samn­ingsleið sem felur í sér að hann getur hafið störf hjá meistara. Meistari og nemandi votta hæfniþrep sem áskilin eru í fer­il­bók­inni. Einnig er hægt að fara skólaleið en þá útvegar skólinn nemanda pláss hjá meistara. Ef skólaleiðin er farin er nem­andinn launa­laus. Fer­il­bókin gildir í hámark 48 vikur. Hér eru nánari upplýsingar og skráning í ferilbókina.
  • Til að ljúka námi í rafvirkjun þarf að ljúka námi í skóla ásamt rafrænni ferilbók sem heldur utan um vinnustaðanám/starfsþjálfun nemanda. Eftir útskrift getur nemandinn þreytt sveinspróf.
  • Nánari upplýsingar um brautina má sjá á námskrá.is.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á rafvirkjabraut eru að hæfnieinkunn í íslensku og stærðfræði sé að lágmarki C+ við lok grunnskóla. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Skipting á annir

Hugmynd að skiptingu námsgreina á annir.

SKIPTING Á ANNIR - Rafvirkjabraut 2018

Prentvæn útgáfa

PDF-skjal með útgáfu af Rafvirkjabraut 2018 til að prenta út.

PRENTVÆN ÚTGÁFA - Rafvirkjabraut 2018
ALMENNAR GREINAR  34 ein.                
Námsgreinar Skst. 1. þrep 2. þrep 3. þrep 34 ein.
Íslenska ÍSLE     2BR05 eða 2LR05         5
Stærðfræði STÆR     2AR05 eða 2AH05
2AH05 eða 2TL05       10
Enska ENSK     2KO05 eða 2OS05         5
Danska DANS     2LB05 eða 2LU05         5
Lýðheilsa LÝÐH 1HF05             5
Íþróttir ÍÞRÓ 1HB01 3 ein. val           4
SÉRGREINAR BRAUTAR   141 ein.                
Námsgreinar Skst. 1. þrep 2. þrep 3. þrep 141 ein.
Forritanleg raflagnakerfi FRLA         3RA05 3RB05   10
Lýsingartækni  LYST         3RB05     5
Raflagnir og efnisfræði rafiðna RAFL 1GA03 1GB03 2GC03   3GD03 3RE04   16
Rafmagnsfræði og mælingar RAFM 1GA05   2GB05 2GC05 3GD05 3RE05 3RF05 30
Raflagnastaðlar RAST     2RB05         5
Rafeindatækni og mælingar RATM     2GA05 2GB05       10
Raflagnateikning RLTK     2RB05   3RB05     10
Rafvélar  RRVV     2RA03 2RB03       6
Skyndihjálp  SKYN     2EÁ01         1
Stýritækni rafiðna STÝR 1GA05   2GB05   3GC05 3RD05   20
Tölvu- og nettækni grunnáms rafiðna TNTÆ 1GA03   2GB05   3GC05     13
Verktækni grunnnáms rafiðna VGRT 1GA03   2GB03 2GC04       10
Smáspennuvirki  VSME     2GR05         5
STARFSÞJÁLFUN  80 ein.                
Námsgreinar Skst. 1. þrep 2. þrep 3. þrep 80 ein.
Starfsþjálfun STAÞ 1GA20   2GA20 2GB20 3RC20     80