Gildi og einkunnarorð

Einkunnarorð Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru Virðing - Samvinna - Árangur.

Virðing

  • Skólinn leggur áherslu á gagnkvæma virðingu nemenda og starfsfólks.
  • Lögð er áhersla á heilbrigði og velferð einstaklingsins með því að skapa heilsusamlegt umhverfi og aðgang að hollri, fjölbreyttri og góðri næringu.
  • Skólinn stuðlar að jafnrétti og gerir öllum jafn hátt undir höfði óháð andlegu og líkamlegu atgervi, kyni, kynhneigð, litarhætti, trú, þjóðerni og efnahag.
  • Lögð er áhersla á að efla virðingu fyrir umhverfinu í víðu samhengi.

Samvinna

  • Skólinn leggur áherslu á að skapa jákvæðan og góðan starfsanda og gott starfsumhverfi sem tryggir að hver og einn fái tækifæri til að nýta hæfileika sína.
  • Í skólastarfinu er lögð áhersla á að efla lýðræðisleg vinnubrögð.
  • Lögð er áhersla á nána samvinnu við grunnskóla á svæðinu til að auka fljótandi skila á milli skólastiga.
  • Skólinn er í samstarfi við menntastofnanir jafnt hérlendis sem erlendis og tekur þátt í erlendum samstarfsverkefnum.
  • Lögð er áhersla á samvinnu við atvinnulífið vegna þróunar náms og kennsluhátta og starfsþjálfunar nemenda.

Árangur

  • Skólinn leitast við að undirbúa nemendur vel hvort heldur er til frekara náms eða til starfa á vinnumarkaði.
  • Stuðlað er að fjölbreyttum kennsluháttum, fagmennsku kennara og námsmati þar sem áhersla er lögð á þekkingu, leikni og hæfni.
  • Skólinn leggur áherslu á öfluga skólaþróun og nýsköpun sem leiðir til framfara og eykur velgengni nemenda.
  • Í öllu starfi skólans er unnið að því að draga úr brotthvarfi nemenda.
  • Árangur skólastarfsins er metinn af matsnefnd skólans sem annast innra mat og gerir reglulegar úttektir á starfsemi skólans. 
  • Reglulega eru gerðar ytri úttektir á starfi skólans af menntamálayfirvöldum.