Almenn braut/fornám (AN2)

 

Almenn braut/fornám (AN2)

Fyrir nemendur sem eru með C eða D í einkunn í 10. bekk í tveimur af þremur kjarnagreinum, þ.e. íslensku, ensku og stærðfræði eða voru með aðlagað námsefni í 10. bekk grunnskóla og stjörnumerktar einkunnir.  Brautin er skipulögð með það í huga að upphaf náms sé í þægilegu framhaldi af grunnskólanum þannig að árangur nemenda verði sem bestur.

Brautin er skipulögð sem bekkur fyrsta árið í framhaldsskóla.  Umsjónarkennarar nemenda eru bekkjarkennarar.  Námið er meira einstaklingsmiðað en á öðrum brautum.  Þegar brautinni er lokið geta nemendur ýmist farið í almennt nám eða ef þeir hafa staðið sig sérlega vel á þá braut sem þeir fullnægja inntökuskilyrðum á.

HAUST VOR
Íslenska Íslenska
Lífsleikni Lífsleikni
Stærðfræði Stærðfræði
Upplýsingatækni Upplýsingatækni
Val 3 – 5 f-einingar Val 3 – 5 f-einingar
Íþróttir 1 f-eining Íþróttir 1 f-eining

 

Síðast breytt 7.febrúar 2017