Samið um viðbyggingu fyrir verk- og starfsnám

Laugardaginnn 6. apríl var undirritaður samningur milli ríkisins og sveitarfélaganna á Suðurnesjum um fjármögnun viðbyggingar fyrir verk- og starfsnám við skólann. Það voru Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri í Vogum, Árni Gísli Árnason staðgengill bæjarstjóra Suðurnesjabæjar og Kristján Ásmundsson skólameistari sem undirrituðu samninginn. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki bæjarstjórna sveitarfélaganna. Viðstaddir voru m.a. þingmenn kjördæmisins, sveitarstjórnarmenn og kennarar sem munu kenna í byggingunni. Við þökkum gestum okkar fyrir komuna og óskum öllum sem koma að til hamingju með áfangann.

Í myndasafninu eru fleiri myndir frá undirritun samningsins.