Fjölmenni á opnu húsi

Þriðjudaginn 25. apríl var opið hús á sal fyrir nýja nemendur og foreldra þeirra. Nemendur 10. bekkjar voru sérstaklega boðnir velkomnir. Fagstjórar, stjórnendur og námsráðgjafar kynntu skólann og námsframboð en auk þess var hægt að kynna sér alþjóðasamstarf, afreksíþróttalínu og fleira. Stjórn nemendafélagsins kynnti starfsemi félagsins og félagslífið í skólanum. Einnig var boðið upp á gönguferðir um skólann þar sem gestir gátu skoðað aðstöðuna, m.a. í verk- og starfsnámsstofum. Vel var mætt á opna húsið og fólk var duglegt að spyrja og afla sér upplýsinga. Við þökkum gestum okkar fyrir komuna og vonum að heimsóknin hafi verið gagnleg.

Í myndasafninu eru fleiri myndir frá opna húsinu.