SÁLF2HS05(SB) - Inngangur að sálfræði

Hugræn sálfræði, atferlisfræði, félagssálfræði, rannsóknaraðferðir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Nemendur hafi lokið 30 einingum í framhaldsskóla sem samsvarar u.þ.b. einni önn
Áfanginn er kynning á sálfræði, nokkrum helstu undirgreinum hennar og aðferðum sálfræðinnar. Setja skal efni og aðferðir í samhengi við nútíma samfélag bæði það sem er að gerast innan sálfræðinnar og sýna hvernig sálfræðin kemur daglegu lífi við. Undirgreinar sem kynna má eru hugfræði, atferlisfræði, lífeðlisleg sálfræði, persónuleikasálfræði, félagssálfræði, þroskasálfræði, afbrigðasálfræði, dularsálfræði, tilraunasálfræði. Nemendur skulu kynnast fræðilegum og hagnýtum aðferðum sálfræðinnar; aðferðum við rannsóknir, skrifum og birtingu rannsóknarskýrslna, sálfræðimeðferð og –ráðgjöf og hvernig einstaklingur getur beitt aðferðum sálfræðinnar fyrir sjálfan sig

Þekkingarviðmið

  • á nokkrum helstu nútíma kenningum og hugtökum í sálfræði

Leikniviðmið

  • lesa sálfræðitexta
  • ræða sálfræði
  • beita aðferðafræði sálfræðinnar
  • bera saman hugtök og kenningar

Hæfnisviðmið

  • til að setja sálfræði í samhengi við einkalíf samfélag og fræðilegt starf
  • tjá sig skipulega í ræðu og riti og tekið þátt í umræðum um sálfræði
Nánari upplýsingar á námskrá.is