DANS2LB05(SB) - Danska - Aukinn lesskilningur og beiting helstu málfræðireglna

Lesskilningur, beiting málfræðireglna

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Dans1LM05 eða einkunnin 8 eða hærra í dönsku úr grunnskóla
Lögð er áhersla á að þjálfa þær málfræðireglur sem kenndar voru í fyrra námi til að nemendur geti yfirfært þær yfir á ritað og mælt mál. Lesskilningur er sífellt aukinn með þyngri rauntextum sem eru lesnir ítarlega t.d. vísindatextar. Textar eru skimaðir. Má þar nefna texta úr dagblöðum, tilkynningum og annars staðar frá. Lestur á milli lína er æfður. Uppsetning og helstu atriði ritaðs texta er kennd og þjálfuð. Viðfangsefni í ritunaræfingar er sótt að miklu leyti í lesefni sem unnið er með í áfanganum. Hið sama má segja um tal- og hlustunaræfingar

Þekkingarviðmið

  • þyngri orðaforða en í fyrra námi
  • helstu málvenjum talaðs máls
  • helstu hefðum í uppsetningu og skipulagi ritaðs máls
  • beitingu danskrar málfræði
  • hlustunarefni sem tengist lestextum og almennum efnum

Leikniviðmið

  • skilja þróaðra talmál en í fyrra námi
  • skilja rauntexta ss. blaðagreinar, vísindagreinar og greinar um sérhæfð málefni
  • skilja almenna norska og sænska texta
  • rita texta um innihald lesins efnis og tjá skoðanir sínar í rituðu máli
  • tjá skoðanir sínar um dægurmál, lesið efni og málefni líðandi stundar í töluðu máli

Hæfnisviðmið

  • svara áreiti og spurningum í dönsku umhverfi t.d. sem gestgjafi Dana, starfsmaður í gestamóttöku og leiðsögumaður danskra ferðamanna
  • skilja fyrirlestra í dönskum háskólum og fyrirlestra um almenn málefni
  • nýta sér glósur úr t.d. fyrirlestrum til munnlegrar og skriflegrar tjáningar
  • lesa ca. 200 síðna skáldsögu og gera henni skil í rituðu máli
Nánari upplýsingar á námskrá.is