Forvarnafulltrúi

Lilja Dögg Friðriksdóttir
Íslenska / forvarnafulltrúi

Lilja er með viðtalstíma á þriðjudögum kl. 10:25-11:05. Spyrjið um Lilju á kennarastofu eða leitið til skrifstofu.

Forvarnastefna Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Áætlun gegn einelti

Forvarnafulltrúi:

  • Vinnur með námsráðgjöfum og stjórnendum að skipulagi forvarnarstarfs.
  • Vinnur með félagslífsfulltrúa og stjórn NFS að því að nemendur tileinki sér vímuefnalausan lífsstíl og virði reglur skólans. Á ferðalögum og á skemmtunum á vegum skólans og NFS er neysla áfengis og annarra vímuefna bönnuð.
  • Er félagslífsfulltrúa og nemendum til aðstoðar varðandi skipulagningu skemmtana.
  • Hefur samráð við félagsmálayfirvöld í sveitarfélögunum á Suðurnesjum um málefni ósjálfráða nemenda er tengjast neyslu vímuefna.
  • Hefur viðtalstíma fyrir starfsfólk og nemendur sem vilja tala við hann í trúnaði.
  • Vinnur úr upplýsingum varðandi vímuefnavanda nemenda og kemur málefnum í viðurkenndan farveg.
  • Greiðir götu þeirra nemenda sem vilja leita sér aðstoðar eða meðferðar vegna neyslu áfengis eða annarra vímuefna.
  • Sækir fundi og námskeið sem tengjast forvörnum.
  • Vinnur að því að nemendur skólans taki gagnrýna afstöðu til fíkniefnaneyslu. Meðal annars með því að skipuleggja fyrirlestra eða aðrar uppákomur á sal a.m.k. einu sinni á önn.
  • Skipuleggur í samráði við stjórnendur og NFS forvarnaviku á vorönn sem lýkur með kvöldskemmtun í skólanum.
Ráðgjöf - aðstoð Sími
Hjálparsími Rauða krossins 1717
Stígamót 800-6868 / 562 - 6868
Vímulaus æska / Foreldrahús 581-1799
SÁÁ 530-7600
Umboðsmaður barna 552-8999 / 800-5999
Landlæknir 510-1900
Blátt áfram 533-2929
Símsvari fíkniefnamála - Lögreglan í Keflavík 420-2456
   
88 húsið
Forvarnir.is - Vefsetur um vímumál
Ýmsir upplýsingavefir (hjá FÁ)