Foreldrafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Foreldrafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja var stofnað 10. september 2009.

Stjórn félagsins 2023-2024 skipa:
Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður
Arna Björg Rúnarsdóttir
Guðlaug María Lewis
Guðmundur Guðmundsson
Magnea Grétarsdóttir
María Óladóttir
Sigurður Ragnar Magnússon

Lög Foreldrafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja

1. gr.

  • Félagið heitir Foreldrafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Aðsetur þess og varnarþing er í Reykjanesbæ.

2. gr.

  • Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum gæðum skólastarfs og leitast við að bæta jafnframt almenn skilyrði og aðstæður nemenda til menntunar og almenns þroska. Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því meðal annars að:
      • efla samstarf milli foreldra um málefni sem varða velferð, menntun og þroska nemenda.
      • vera vettvangur samstarfs og samráðs foreldra og forráðamanna nemenda.
      • tryggja gott samstarf foreldra og forráðamanna, nemenda og starfsfólks skólans.
      • skapa farveg fyrir samskipti við stjórnendur skólans um málefni nemenda og hagsmuni ólögráða nemenda sérstaklega, bæði gagnvart námsaðstæðum og þjónustu af hálfu skólans.
      • styðja heimili og skóla í að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.
      • vera bakhjarl skólans og auka áhrif foreldra/forráðamanna sem hagsmunahóps um bættan hag og stöðu skólans.
      • standa vörð um réttindi nemenda til menntunar og farsæls þroska.

3. gr.

  • Félagsmenn eru sjálfkrafa allir foreldrar og aðrir forráðamenn nemenda skólans. Félagið er jafnframt opið öðrum velunnurum skólans sem óska eftir aðild.

4. gr.

  • Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal halda árlega á hverju hausti, ekki síðar en 10. október. Til fundarins skal boðað bréflega með a.m.k. 7 daga fyrirvara og skal dagskrá aðalfundar koma fram í fundarboði. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í atkvæðagreiðslu. Dagskrá aðalfundar skal vera:
    a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
    b) Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi félagsins.
    c) Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða ársreikninga.
    d) Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning og afgreiðsla þeirra.
    e) Lagabreytingar.
    f) Kosning í stjórn félagsins.
    g) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara.
    h) Önnur mál.
    Stjórn félagsins skipa fimm foreldrar/forráðamenn nemenda. Formaður skal kosinn sérstaklega en aðrir stjórnarmenn í einu lagi og skipta þeir með sér öðrum verkum. Stjórnin skal halda gerðarbók þar sem bókuð eru öll mál sem tekin eru fyrir og allar ákvarðanir stjórnar. Einfaldur meirihluti stjórnarmanna ræður ef til atkvæðagreiðslu kemur. Stjórnin skal fylgja samþykktum aðalfundar.

5. gr.

  • Tekjur félagsins eru í formi styrkja sem stjórn félagsins er heimilt að taka við frá opinberum aðilum og öðrum er styðja vilja félagið og starfsemi þess, svo og önnur fjáröflun. Stjórnin getur ekki innheimt félagsgjöld.

6. gr.

  • Lögum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins. Tillögur að breytingum þurfa að berast stjórn félagsins ekki síðar en 14 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Tillögur til breytinga á lögum sem bornar eru upp á aðalfundi skal kynna í fundarboði.