Af stærðfræðikeppni grunnskólanemenda

StaekeppniV2017Frett 01Stærðfræðikeppni grunnskólanemenda fór fram í skólanum þriðjudaginn 14. mars.  Þátttakendur voru 119 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum.

Keppendur voru 56 úr 8. bekk, 36 úr 9. bekk og 27 úr 10. bekk.  Flestir þátttakendur voru úr Njarðvíkurskóla eða 25.  Nemendur mættu kl. 14:30 og fengu pizzu og gos.  Keppnin sjálf hófst síðan kl. 15:00 og stóð til kl. 16:30.  Verðlaunaafhending verður auglýst síðar.  Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin eins og undanfarin ár.

Flensborgarskólinn fór af stað með stærðfræðikeppnir fyrir grunnskólanema vorið 1996 og næstu ár bættust fleiri framhaldsskólar við.  Nú eru það tveir háskólanemar í stærðfræði sem búa til keppnina sem við notum.  Tilgangurinn með keppninni er að auka samstarf við grunnskólana og efla áhuga nemenda á stærðfræði.

Hér eru myndir frá keppninni.

StaekeppniV2017Frett 02

StaekeppniV2017Frett 03

StaekeppniV2017Frett 04