Vel heppnuð háskólakynning

HaskolakynningV2017Frett 01Þriðjudaginn 7. mars kynntu allir háskólar landsins starfsemi sína á sal.

Þessi kynning er haldin í tengslum við Háskóladaginn sem var 4. mars en í framhaldinu verða slíkar kynningar haldnar víða um land og vorum við fyrst í röðinni.  Það voru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands sem mættu og kynntu starfsemi sína og námsframboð.  Nemendur skólanna sáu að hluta um kynninguna og það var gaman að sjá að í þeirra hópi voru nokkrir fyrrverandi nemendur okkar.  Núverandi nemendur skólans nýttu tækifærið vel, kynntu sér það sem þarna kom fram, spurðu án afláts og fengu auðvitað mikið af bæklingum.

Við þökkum gestunum fyrir ánægjulega og gagnlega heimsókn.

Hér eru nokkrar myndir frá háskólakynningunni.

HaskolakynningV2017Frett 02

HaskolakynningV2017Frett 03