Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Af skólakynningu fyrir grunnskólanemendur

SkolakynningV2017Frett 01Skólinn kynnti starfsemi sína á kynningu fyrir nemendur 9. og 10. bekkja á Suðurnesjum. 

Kynningin var haldin í Íþróttahúsinu í Keflavík en það er Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum sem stóð fyrir henni.  Allir nemendur 9. og 10. bekkjar á Suðurnesjum mættu en reiknað var með um 600 nemendum á kynninguna.   Námsráðgjafar og nokkrir kennarar kynntu námsframboð hjá okkur og voru nemendur áhugasamir og duglegir að spyrja.

Skólarnir sem tóku þátt í kynningunni voru Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Keilir, Fisktækniskóli Íslands, Tækniskólinn, Menntaskólinn í Kópavogi, Ljósmyndaskólinn og Myndlistaskólinn í Reykjavík.

Á næstunni verður síðan opið hús í skólanum fyrir nemendur 10. bekkjar en forinnritunn í framhaldsskóla er að hefjast hjá þeim árgangi.  Opna húsið verður á sal skólans þriðjudaginn 14. mars og verður 10. bekkingum og foreldrum þeirra boðið þangað.

Í myndasafninu eru nokkrar myndir frá skólakynningunni.

SkolakynningV2017Frett 02

SkolakynningV2017Frett 03

 

 

 

 

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014