Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Röskleg haustganga

GongudagurH2015 Frett7Göngudagur var haldinn hátíðlegur á dögunum en að þessu sinni var boðið upp á röska innanbæjargöngu. 

Á hverju hausti er Göngudagur á dagatali annarinnar en reyndar hefur framkvæmdin gengið misvel enda ekki að treysta á íslenskt veðurfar. Að þessu sinni drifu nemendur og kennarar sig af stað fimmtudaginn 24. september.  Þegar til kom reyndist veðrið ekki eins gott og veðurspáin hafði lofað og því varð gangan nokkuð röskari en reiknað var með.  Reyndar var svalt haustveðrið ágætt gönguveður og hópurinn lét það lítið á sig fá.

Að þessu sinni var gengið innanbæjar enda ekki úr vegi að kynnast fallegum gönguleiðum í næsta nágrenni. Gengið var niður að sjó og þaðan eftir göngustígnum með ströndinni.  Það er rétt að mæla sérstaklega með göngustígnum meðfram strandlengjunni enda er þetta skemmtileg leið og ekki skemmir fyrir að búið er að koma þar upp upplýsingaskiltum með fróðleik um staðhætti og náttúru.

Endastöðin var að þessu sinni við Duus-hús við smábátahöfnina í Keflavík en þar var boðið upp á brauðmeti og vatn.  Þegar veitingarnar voru langt komnar skall á með lítils háttar rigningu og því við hæfi að ljúka dagskránni. Þar með var hressandi Göngudegi lokið og nemendur og kennarar eru vonandi endurnærðir og tilbúnir í slaginn.

Að lokum minnum við á að stór myndapakki frá Göngudeginum er kominn í myndasafnið.

GongudagurH2015 Frett1

GongudagurH2015 Frett2

GongudagurH2015 Frett3

GongudagurH2015 Frett4

GongudagurH2015 Frett5

GongudagurH2015 Frett6

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014