Moulin Rouge í Andrews

Nemendafélagið NFS sýnir nú söngleikinn Moulin Rouge í Andrews leikhúsinu á Ásbrú. 

Frumsýningin var fimmtudaginn 15. apríl en alls verða sýningarnar átta.  Leikritið er byggt á samnefndri kvikmynd Baz Luhrmann frá árinu 2001.  Stór hópur nemenda kemur að sýningunni sem er svo sannarlega glæsileg.  Leikstjóri er Gunnella Hólmarsdóttir sem einnig gerði handritið eftir kvikmyndinni.

Kristian er rithöfundur, ástfanginn af ástinni og kominn á nýjar slóðir þar sem hann ætlar að skrifa um sannleikann, fegurðina, frelsið og það sem hann trúir hvað mest á, ástina. Hann hefur samt aldrei upplifað ástina.
Það líður ekki á löngu þar til hann kynnist leyndardómum Moulin Rouge, næturklúbbi og vændishúsi, þar sem Harold Zidler ræður ríkjum. Kristian verður ástfanginn af Satin, einni af fylgdarmeyjum Zidlers. Henni er hins vegar skipað að elska annan og merkari mann.
Mikið gengur á í Moulin Rouge, þar er mikill hasar og mikið fjör. Fá Kristian og Satin að vera saman? Eða gerist eitthvað annað sem engum hefði órað fyrir?

Við hvetjum alla til að sjá þessa stórskemmtilegu og glæsilegu sýningu.  Miðasala er í fullum gangi á miði.is.

Hér má sjá skemmtilegt myndasafn frá frumsýningunni.

2. sýning, föstudaginn 17. apríl kl. 20:00.
3. sýning, laugardaginn 18. apríl kl. 16:00.
4. sýning, sunnudaginn 19. apríl kl. 20:00.
5. sýning, miðvikudaginn 22. apríl kl. 20:00.
6. sýning, fimmtudaginn 23. apríl kl. 20:00.
7. sýning, föstudaginn 24. apríl kl. 20:00.
8. sýning, laugardaginn 25. apríl kl. 20:00.