Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Verðlaun í stærðfræðikeppni

Verðlaun í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda voru afhent á sal skólans fimmtudaginn 26. mars.

Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í skólanum 13. mars s.l.  Þátttakendur voru 101 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum.  Nemendur mættu kl. 14:30 og fengu pizzu og gos.  Keppnin sjálf hófst síðan kl. 15:00 og stóð til kl. 16:30.

Verðlaunaafhending fór síðan fram fimmtudaginn 26. mars.  Þar mættu 10 efstu í hverjum árgangi ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna. Allir sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal.  Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin.  Verðlaun fyrir fyrsta sæti voru 20.000 kr., fyrir annað sætið 15.000 kr. og 10.000 kr. fyrir það þriðja.  Auk þess fengu þrír efstu í 10. bekk grafiskan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja.  Það voru þau Sighvatur Gunnarsson útibússtjóri Íslandsbanka og Sigrún Vilhelmsdóttir frá Verkfræðistofu Suðurnesja sem afhentu verðlaunin.

Í 8. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 32:
Í 1. sæti var Marcelina Owczarska Myllubakkaskóla
Í 2. sæti var Magnús Guðjón Jensson Holtaskóla
í 3. sæti var Júlía Mjöll Jensdóttir Myllubakkaskóla
Í 4. sæti var Glóey Hannah Holtaskóla
Í 5. sæti var Svava Rún Sigurðardóttir Heiðarskóla
Í 6. til 12. sæti voru þessir í stafrófsröð: Alísa Rún Andrésdóttir Akurskóla, Elva Margrét Sverrisdóttir Heiðarskóla, Emil Örn Gunnarsson Myllubakkaskóla, Eva Piras Myllubakkaskóla, Kristberg Jóhannsson Myllubakkaskóla, Ólöf Rún Óladóttir Grunnskóla Grindavíkur og Vigdís María Þórhallsdóttir Grunnskóla Grindavikur.

Í 9. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 44.
Jafnir í 1.- 2. sæti voru þeir Bragi Már Birgisson Heiðarskóla og Jón Stefán Andersen Holtaskóla
Í 3. sæti var Milosz Wyderski Myllubakkaskóla
Í 4. sæti var Ester Borgarsdóttir Njarðvíkurskóla
Í 5. sæti var Rakel Ýr Ottósdóttir Holtaskóla
Í 6.-11. sæti voru þessir í stafrófsröð: Brynjar Atli Bragason Njarðvíkurskóla, Eyþór Harðarson Gerðaskóla, Ingibjörn Margeir Sigurjónsson Grunnskólanum í Sandgerði, Kristín Fjóla Theodórsdóttir Grunnskólanum í Sandgerði, Vilhjálmur Páll Thorarensen Holtaskóla og Zúzanna Korpak Holtaskóla.

Í 10. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 25.
Í 1. sæti var Arnór Snær Sigurðsson Holtaskóla
Í 2. sæti var Magnús Magnússon Heiðarskóla
Í 3. sæti var Snædís Glóð Vikarsdóttir Heiðarskóla
í 4. sæti var Sigrún Elísa Eyjólfsdóttir Holtaskóla
Í 5. sæti var Sandra Dögg Georgsdóttir Holtaskóla   
Í 6.-10. sæti voru þessir í stafrófsröð: Aðalheiður Lind Björnsdóttir Gerðaskóla, Álfheiður I. Arnfinnsdóttir Grunnskóla Grindavíkur, Ástrós Brynjarsdóttir Holtaskóla, Nökkvi Már Nökkvason Grunnskóla Grindavíkur og Ólöf Björg Sigurðardóttir Akurskóla.

Hér má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni.

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014