Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Vegleg gjöf til vélstjórnarnema

VelstjornNov2014 FrettVélstjórnardeild skólans hafa borist veglegar gjafir undanfarið.

Vélstjórafélag Suðurnesja gaf deildinni afréttingarbúnað. Félagið gaf deildinni einnig sérhæfð verkfæri til að vinna með legur, tvær dælur og fjóra rennslismæla.  Þessi búnaður er mjög fullkominn en honum er stýrt með spjaldtölvu.  Verðmæti þessara gjafa er vel á aðra milljón króna og mun bæta kennslu í deildinni verulega.  Afréttingarbúnaðurinn er frá Brammer og dælurnar eru frá Fálkanum en þessi fyrirtæki gáfu verulegan afslátt af búnaðinum.

Svona gjafir skipta skólann miklu máli og gera okkur kleift að bjóða nemendum okkar upp á að læra á besta búnað sem er í boði.  Við þökkum kærlega fyrir okkur.

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014