Af forvarnadegi ungra ökumanna

ForvarnadagurH2019 Frett2Nýnemar tóku þátt í forvarnadegi ungra ökumanna.

Forvarnadagurinn er haldinn tvisvar á ári, á haustönn og vorönn, og því taka allir nemendur skólans þátt í honum á fyrsta ári.  Það eru Fjölbrautaskóli Suðurnesja, TM, 88-húsið, lögreglan, Brunavarnir Suðurnesja og Reykjanesbær sem standa að deginum.  Markmiðið er að að vekja ungmenni til umhugsunar um þá ábyrgð sem fylgir því að fá bílpróf, fækka umferðaslysum og auka öryggi í umferðinni.  Nemendur fá margvíslega fræðslu og m.a. sýnir slökkviliðið hvernig þarf að bregðast við slysi og klippa bíl í sundur.

Við vekjum athygli á því að í Sjónvarpi Víkurfrétta er umfjöllun um forvarnadaginn.

ForvarnadagurH2019 Frett1

ForvarnadagurH2019 Frett4

ForvarnadagurH2019 Frett3