Menntabúðir í FS

MenntabudirH2019 05Fimmtudaginn 3. október voru menntabúðir Lærdómssamfélags á Suðurnesjum haldnar á sal skólans.

Menntabúðir eru hugsaðar sem vettvangur fyrir allt skólasamfélagið á Suðurnesjum til samráðs, hugmyndasköpunar, samstarfs og starfsþróunar. Í menntabúðum er áhersla á jafningjafræslu, umræður og að þátttakendur miðli reynslu og þekkingu sín á milli sem getur stuðlað að umræðum milli þeirra sem koma og eflingu tengslanets þeirra. Í þetta skiptið var áherslan á velferð og lýðheilsu, bæði innan sem utan skólasamfélagsins.

Að þessu sinni voru menntabúðirnar lotuskiptar. Í fyrri lotunni var fjallað um kynjafræði sem námsgrein sem Finnbjörn Benónýsson stýrði. Einnig var áhugaverð kynning frá Stóru-Vogaskóla á kajakvaláfanga. Þorvarður Guðmundsson sagði frá markþjálfun í Fjölsmiðjunni og fulltrúar frá Hreyfispjöldum voru með kynningu á spjöldunum. Á milli lota fengu gestir kaffi og hlustuðu á reynslusögu um kulnun í starfi frá Ívari Valbergssyni. Í seinni lotunni var kynning á starfssemi VIRK en þær Anna Lóa Ólafsdóttir og Elfa Hrund Guttormsdóttir sögðu m.a. frá streitustiganum og svöruðu spurningum viðstaddra. Krissi lögga og Ívar voru einnig til viðtals, skrafs og ráðagerða.

Meðfylgjandi eru myndir frá menntabúðum en það var ánægjulegt að sjá hve áhugasamir þátttakendur voru.

MenntabudirH2019 02

MenntabudirH2019 03

MenntabudirH2019 04

MenntabudirH2019 01

MenntabudirH2019 06