Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Erasmusfarar í Lettlandi

Dagana 20.-24. maí hélt hópur nemenda og kennara í þriðju af sex nemendaferðum í Erasmusverkefninu National Prides in a European Context. LettlandV2019 Frett1

Að þessu sinni var verðinni heitið til Lettlands nánar tiltekið til Nakuseni Viduskola sem staðsettur er í N-Lettlandi nálægt landamærunum að Eistlandi. Ferðin var frábær í alla staði, nemendur stóðu sig mjög vel og skipulag gestgjafanna var til fyrirmyndar. Lettland kom skemmtilega á óvart og heilluðust ferðalangarnir upp úr skónum af fegurð landins og litríkri menningu þjóðarinnar.

Hópurinn fékk kynningu og skoðunarferð um skólann sem er um margt ólíkur FS. Í hann ganga um 240 nemendur á aldrinum 2-19 ára svo þar eru þrjú skólastig saman í einum skóla. Við fræddumst um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna og fengum að skyggnast inn í merkilega þjóðsöngva og þjóðdansmenningu Letta. Gamli hluti höfuðborgarinnar Riga er á heimsminjaskrá og fengum við leiðsögn um falleg stræti hennar. Lettland er afar fallegt og setja skógar, vötn og ár mikinn svip á umhverfið. Við fórum í skógarferð, fengum leiðsögn í gegn um skóginn og nutum þess að vera í náttúrufegurðinni. Ferðin endaði á skemmtilegu lokahófi þar sem við fengum að sjá nemendasýningu á þjóðdönsum og þjóðlögum á sýningunni stigum við á svið og fluttum þjóðlag og sýndum þjóðdans sem hópurinn fékk kennslu og æfingu í að sýna dagana á undan. Snæddur var hátíðarkvöldverður og viðurkenningar veittar í lokin.

Sex lönd taka þátt í verkefninu og komu fimm nemendur frá Íslandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Póllandi, Spáni í heimsókn til Lettlands ásamt kennurum. Frá Íslandi tóku þátt að þessu sinni nemendurnir Arndís Lára Kristinsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir, Rakel Ýr Ottósdóttir, Svala Rún Sigurðardóttir og Þorbjörg Birta Jónsdóttir og kennararnir Anna Karlsdóttir-Taylor og Harpa Kristín Einarsdóttir. Þessi heimsókn var sú þriðja af sex en næst verður Ísland áfangastaðurinn og verður spennandi að taka á móti gestunum í október.

LettlandV2019 Frett3

LettlandV2019 Frett5

LettlandV2019 Frett2

LettlandV2019 Frett4

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014