Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Skrifað undir um viðbyggingu

Miðvikudaginn 24. apríl var skrifað undir samning milli sveitarfélaganna á svæðinu og ríkisins um byggingu á vinnu- og félagsrými fyrir nemendur.Undirritun2019 Frett1

Það voru bæjarstjórarnir Kjartan Már Kjartansson í Reykjanesbæ, Magnús Stefánsson í Suðurnesjabæ, Fannar Jónsson í Grindavík og Ásgeir Eiríksson frá sveitarfélaginu Vogum ásamt Berglindi Kristinsdóttur framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem skrifuðu undir fyrir hönd sveitarfélaganna og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem undirritaði fyrir hönd ríkisins.

Fyrir okkur er þetta gleðileg stund og langþráður áfangi. Þetta er ekki stór eða kostnaðarsöm framkvæmd en með þessari byggingu fæst betri tenging milli verknámshlutans í álmu 1 og mötuneytisins. Þá verður jafnframt hægt að bjóða nemendum upp á fjölbreytta tómstundaaðstöðu og aðstöðu fyrir klúbbastarf. Þarna verður einnig setustofa þar sem nemendur geta sest niður ef þeir eru í eyðu, lært og unnið í hópverkefnum. Þar verður einnig fundarherbergi fyrir nemendafélagið og fleira. Með þessari byggingu verður til aðstaða sem verður hjarta skólans og tengir saman ólíkar deildir innan hans.

Líðan nemenda í skólanum skiptir miklu máli fyrir árangur þeirra í námi og því þarf að búa vel að þeim og umhverfið þarf að vera gott. Þessi viðbygging er liður í þeirri viðleitni okkar að búa sem best að nemendum okkar og mun án efa koma nemendum til góða og efla félagsstarf þeirra.

Nú er málið á forræði sveitarfélaganna og vonandi fer þetta verkefni fljótlega af stað þannig að þetta geti orðið að veruleika sem fyrst.

Undirritun2019 Frett2

Undirritun2019 Frett3

Undirritun2019 Frett4

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014