Verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni

StaekeppniVerdlaunV2019 Frett1Verðlaun í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda voru afhent á sal skólans fimmtudaginn 7. mars.

Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í skólanum 19. febrúar s.l.  Þar voru þátttakendur 137 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum.  Nemendur mættu kl. 14:30 og fengu pizzu og gos.  Keppnin sjálf hófst síðan kl. 15:00 og stóð til kl 16:30.   

Verðlaunaafhending fór síðan fram fimmtudaginn 7. mars.  Þar mættu tíu efstu í hverjum árgangi ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna.  Allir sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal. Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin.  

Verðlaun fyrir fyrsta sæti voru 20.000 kr., fyrir annað sætið 15.000 kr. og 10.000 kr. fyrir það þriðja.  Að auki fengu þrír efstu í 10. bekk grafiskan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja.  Það voru þau Sigrún Vilhelmsdóttir frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Kjartan Ingvarsson frá Íslandsbanka sem afhentu verðlaunin.

Í 8. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 50.
Í 1. sæti var Dagur Þór Þorsteinsson Stóru-Vogaskóla
Í 2. sæti var Sólon Siguringason Heiðarskóla
Í 3. sæti var Ísak Helgi Jensson Myllubakkaskóla
Í 4. sæti var Birta Dís Barkardóttir Holtaskóla
Í 5.–6. sæti voru Agata Bernadeta Hirsz Myllubakkaskóla, og Thea Magdalena Guðjónsdóttir Holtaskóla.
Í 7. – 10. sæti voru í stafrófsröð: Elísabet Drífa Sigurbjargardóttir Akurskóla, Rugile Milleryte Myllubakkaskóla, Sara Cvjetkovic Holtaskóla og Sigmundur Þór Sigurmundarson Akurskóla.

Í 9. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 54.
Í 1. sæti var Tómas Orri Agnarsson Grunnskóla Grindavíkur
Í 2. sæti var Alexander L. Chernyshov Jónsson Njarðvíkurskóla
Í 3. sæti var Nína Björg Ágústsdóttir Akurskóla
Í 4. sæti var Halldóra Guðrún Jónsdóttir Heiðarskóla
Í 5. sæti var Viktoria Nikola Orlikowska Holtaskóla
Í 6. til 10. sæti voru þessir í stafrófsröð: Friðrik Ingi Hilmarsson Myllubakkaskóla, Hjörtur Máni Skúlason Myllubakkaskóla, Ingólfur Ísak Kristinsson Njarðvíkurskóla, Klaudia Kuleszewicz Myllubakkaskóla og Logi Halldórsson Sandgerðisskóla.

Í 10. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 33.
Í 1. sæti var Alexander Viðar Garðarsson Myllubakkaskóla
í 2. sæti var Guðni Kjartansson Holtaskóla
Jöfn í 3.–4. sæti voru Amelía Björk Davíðsdóttir Gerðaskóla og Bartosz Wiktorowicz Heiðarskóla.
Í 5. sæti var Lárus Logi Elentínusson
Í 6.–10. sæti voru þessir í stafrófsröð: Anna Þrúður Auðunsdóttir Holtaskóla, Arna Rún Árnadóttir Heiðarskóla, Eyþór Ingi Einarsson Gerðaskóla, Lovísa Gunnlaugsdóttir Heiðarskóla og Stefán Ingi Víðisson Heiðarskóla.

Umsjónarmaður keppninnar var Ragnheiður Gunnarsdóttir fagstjóri í stærðfræði.

Hér eru fleiri myndir frá verðlaunaafhendingunni.

StaekeppniVerdlaunV2019 Frett2

StaekeppniVerdlaunV2019 Frett3

StaekeppniVerdlaunV2019 Frett4