Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Frá opnu húsi

OpidHusV2019 Frett1Opið hús var í skólanum þriðjudaginn 5. mars en þar var skólinn og námsframboð kynnt.

Opið hús hefur hefur verið haldið undanfarin ár um það leyti sem forinnritun í framhaldsskóla hefst. Allir eru velkomnir en nemendum 10. bekkjar og forráðamönnum þeirra er sérstaklega boðið. Á opna húsinu er skólinn og námsframboð kynnt og gestum gefst tækifæri til að ræða við stjórnendur, námsráðgjafa og fagstjóra. Einnig var fólki boðið að ganga um skólann og skoða aðstöðu og tækjabúnað. Ekki var annað að sjá og heyra enn gestir kynnu vel að meta og vonandi hafa væntanlegir nemendur okkar fengið góða mynd af því sem hér er í boði. Við þökkum gestum okkar fyrir komuna og vonum að þeir hafi haft gagn og gaman af heimsókninni.

Hér fylgja nokkrar myndir frá opna húsinu.

OpidHusV2019 Frett3

OpidHusV2019 Frett2

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014