Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Listnámsnemendur sýna í Duus

Útskriftarnemendur á listnámsbraut sýna nú verk sín í Duus safnahúsum.MyndlistarsyningV2018 Frett1

Sýningin er hluti af Listahátíð barna í Reykjanesbæ sem stendur yfir dagana 26. apríl - 13. maí. Eftirtaldir nemendur eiga verk á sýningunni: Ástrós Sóley Kristjánsdóttir, Birta Rut Tiasha Sigfúsdóttir, Elín Pálsdóttir, Jade Marie Homecillo Dicdican, Nína Carol Bustos, Ólöf Rut Gísladóttir og Sigurjón Hafberg Eiríksson.

Eins og áður sagði er þátttaka í sýningunni lokaverkefni nemenda á myndlistarlínu listnámsbrautar sem nemendur hafa unnið undir handleiðslu Írisar Jónsdóttur, kennara síns.  Við hvetjum fólk til að skoða sýninguna í Duus sem ber yfirskriftina „Frá skissu til sköpunar“ en hún er hluti af listsýningu allra skólastiga í Reykjanesbæ.

Hér má sjá fleiri myndir frá opnun sýningarinnar.

MyndlistarsyningV2018 Frett2

MyndlistarsyningV2018 Frett3

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014