Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Júlíus vann Hæfileikakeppni starfsbrauta

Júlíus Arnar Ágústsson vann Hæfileikakeppni starfsbrauta sem haldin var á Egilsstöðum.JuliusV2018 01

Júlíus Arnar Ágústsson, nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, vann Hæfileikakeppni starfsbrauta sem haldin var á Egilsstöðum á fimmtudaginn 12. apríl. Júlíus eða Júlli A eins og hann kallar sig flutti frumsamið rapplag sem heitir Strætóinn og sló algjörlega í gegn á sviðinu en keppnin var haldin í samkomuhúsinu Valaskjálf. Tuttugu nemendur fóru í vel heppnaða ferð á Austurlandið og voru fagnaðarlætin mikil þegar úrslit voru kunngerð.

Í ár tóku sjö skólar þátt, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskóli Suðurlands og Menntaskólinn á Tröllaskaga.  Hæfileikakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna hefur verið haldin í nokkur ár en áður voru haldnar söngkeppni og stuttmyndakeppni en þær voru svo sameinaðar í eina keppni.

Hægt er að hlusta á lagið á Spotify með því að leita að Júlli-A.

Við óskum Júlíusi hjartanlega til hamingju með sigurinn.

JuliusV2018 02

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014