NFS sýnir Burlesque

BurlesqueV2018 Frett1Nemendafélagið NFS sýnir nú söngleikinn Burlesque í Andrews Theater.

Frumsýning var föstudaginn 9. mars en aðrar sýningar eru 11., 13., 14. og 16. mars.  Verkið byggir á samnefndri kvikmynd.  Leikstjóri og höfundur leikgerðar er Brynja Ýr Júlíusdóttir en hún varð stúdent frá skólanum í fyrra.  Höfundur dansa er Helga Ásta Ólafsdóttir.  Eins og áður er það stór hópur sem kemur að sýningunni sem leikarar og dansarar og ekki síst bakvið tjöldin enda er sýningin hin glæsilegasta.  Við hvetjum alla til að skella sér í Andrews Theater á Ásbrú og sjá þessi skemmtilegu sýningu.

Hér er myndasafn frá frumsýningunni.

BurlesqueV2018 Frett4

BurlesqueV2018 Frett2

BurlesqueV2018 Frett3