Þrískólafundur á Suðurnesjum

Triskolafundur2018 Frett1Samstarfsfundur framhaldsskólanna á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi var haldinn á Suðurnesjum 1. febrúar.

Þessir þrír skólar, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Suðurlands og Fjölbrautaskóli Vesturlands, hafa lengi haft með sér samstarf enda eiga þeir margt sameiginlegt. Í gegnum árin hafa skólarnir m.a. unnið saman að námskrármálum og gáfu á árum áður út sameiginlega námskrá. Seinni árin hafa stjórnendur þessara skóla haft samráð og þá hafa verið haldnir samstarfsfundir með öllum starfsmönnum skólanna á nokkurra ára fresti. Að þessu sinni var fundurinn haldinn hér í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fimmtudaginn 1. febrúar. Þar var byrjað á því að hlýða á stuttan fyrirlestur frá hverjum skóla en síðan flutti Hafrún Kristjánsdóttir erindi um liðsheild. Eftir hádegishlé skipti fólk sér svo í vinnuhópa eftir námsgreinum og störfum og bar saman bækur sínar. Ekki var annað að heyra en fólk hafi verið ánægt með þetta tækifæri til að hitta kollega sína og skiptast á skoðunum og reynslusögum.

Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir komuna.

Í myndasafninu er myndapakki frá þrískólafundinum.

Triskolafundur2018 Frett2

Triskolafundur2018 Frett3