Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Styrktarsjóður FS

Styrktarsjóður Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Styrktarsjóður Fjölbrautaskóla Suðurnesja er stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar FS. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni 30 ára afmælis skólans og 60 ára afmælis Kaupfélags Suðurnesja árið 2006.

Stofnfé sjóðsins er 10.000.000 kr. og skiptist þannig að Kaupfélag Suðurnesja greiðir 5.000.000 kr. og Gunnar Sveinsson 5.000.000 kr.

Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita útskriftarnemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi.

Stjórn sjóðsins skipa Ragnheiður Gunnarsdóttir fyrir hönd Gunnars Sveinssonar, Guðbjörg Ingimundardóttir fyrir hönd Kaupfélags Suðurnesja og Kristján Ásmundsson skólameistari fyrir hönd Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Skipulagsskrá
Reglur um úthlutun
Umsóknareyðublað

                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015