Jafnréttis- og jafnlaunastefna

Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur sett sér jafnréttis- og jafnlaunastefnu sem nær til allra starfsmanna hans. Stefnan er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og önnur lög sem taka til jafnréttis allra á vinnumarkaði.

Markmið stefnunnar er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna, karla og fólki sem eru með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá og jafna þannig stöðu kynjanna hjá skólanum. Allir starfsmenn Fjölbrautaskóla Suðurnesja skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni, aldri, kynþætti, trúarbrögðum, skoðunum eða kynhneigð. Stefnt er að því að fólk óháð kyni fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Sömuleiðis skulu starfsmenn hafa jafna möguleika á launuðum aukastörfum innan skólans. Þeir skulu njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár.

Það er á ábyrgð stjórnenda að framfylgja stefnunni og tryggja að jafnréttis sé gætt við launaákvarðanir ásamt því að bregðast við óútskýrðum launamun og öðru sem tengist jafnlaunakerfi sé þess þörf.

Árlega rýna stjórnendur stefnuna ásamt jafnréttisáætlun og vinna að stöðugum umbótum á hvoru tveggja.

Samþykkt 14. mars 2023