Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Skólasóknarreglur

 

Skólasóknarreglur

taka gildi á vorönn 2018


• Nemendum ber að sækja allar kennslustundir

Veikindi
• Ætlast er til þess að nemendur geri kennurum sínum grein fyrir fjarveru sinni (veikindum og öðrum fjarvistum) er þeir mæta næst í tíma.
• Ef veikindi vara í tvo daga eða lengur og eru vottuð af lækni telst aðeins helmingur viðkomandi fjarvistarstiga með til útreiknings á skólasóknareinkunn. Skilyrði er að læknisvottorði sé skilað á skrifstofu skólans innan fimm skóladaga eftir að veikindum lýkur.
• Ef samanlögð veikindi á einni önn fara fram yfir 12 skóladaga ber nemanda að gera námsráðgjafa / nemendastjóra grein fyrir aðstæðum sínum.
• Nemandi með langvarandi veikindi þarf að hafa nána samvinnu við námsráðgjafa / nemendastjóra til að halda utan um sín mál.

Skólasóknareinkunn
Gefin er einkunn fyrir skólasókn á hverri önn. Einkunnin ákvarðast bæði af tímasókn og stundvísi og er fjarvist úr kennslustund metin til jafns við að koma þrisvar of seint.
Skólasóknareinkunn, sem endurspeglar viðveru í tímum, er gefin sem hér segir, eftir að tekið hefur verið tillit til veikinda og/eða leyfa:
• Einkunn 10 98-100% skólasókn
• Einkunn 9 95-97% skólasókn
• Einkunn 8 92-94% skólasókn
• Einkunn 7 89-91% skólasókn
• Einkunn 6 86-88% skólasókn
• Einkunn 5 83-85% skólasókn
• Einkunn 4 80-82% skólasókn
• Einkunn 3 minna en 80% skólasókn, nemanda er vísað úr skóla, fær ekki að þreyta lokapróf.

Leyfi
Afreksíþróttafólk getur sótt um að fjarvera þess á námstíma vegna keppnisferða og/eða æfingabúða landsliðs í viðkomandi íþróttagrein reiknist ekki inn í skólasóknareinkunn. Sama getur gilt um afreksfólk á öðrum sviðum. Sækja þarf skriflega um slíkt leyfi.
Önnur leyfi eru ekki veitt nema í undantekningartilfellum

Mæting í áfanga
• Nemanda er vísað úr áfanga ef fjarvistir fara yfir 12 talsins þar sem mæting í áfanga er 4 sinnum í viku. Hér er átt við raunmætingu.
o Nemandi fær viðvörun þegar komnar eru 8-10 fjarvistir
• Nemanda er vísað úr áfanga ef fjarvistir fara yfir 9 talsins þar sem mæting í áfanga er 3 sinnum í viku (raunmæting).
o Nemandi fær viðvörun þegar komnar eru 5-7 fjarvistir

Sérreglur
Kennari hefur heimild til að setja sérstök ákvæði um mætingu og aðra ástundun. Slík ákvæði skulu tilgreind í kennsluáætlunum einstakra áfanga. Brot á slíkum ákvæðum jafngilda falli í viðkomandi áfanga.

Við upphaf annar
Ef nemandi mætir ekki í skólann fyrstu 5 kennsludagana á önn og lætur ekki vita af sér skriflega eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. verður litið svo á að hann ætli ekki að stunda nám við skólann þá önn og hann verður gerður óvirkur í Innu.

Nemandi getur látið skýringar fylgja fjarvistum
V Nemandi / forráðamaður getur skráð veikindi í Innu (dregst ekki frá þegar skólasóknareinkunn er reiknuð nema vottorði sé skilað, sjá reglur hér fyrir ofan)
W Læknisvottorð
L Leyfi með samþykki skólans – undantekningartilfelli
K Keppni á vegum landsliðs – leyfi veitt ef staðfesting viðkomandi sérsambands er skilað inn
B Íþróttaþátttaka (ekki landsliðsferðir) – fjarvistir dragast ekki frá þegar skólasóknareinkunn er reiknuð
U Utanlandsferð – fjarvistir dragast ekki frá þegar skólasóknareinkunn er reiknuð

Síðast breytt 28. desember 2017

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014