Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Skólaráð

 

Skólaráð

  • er skólameistara til aðstoðar og ráðgjafar um stjórn skólans.
  • fjallar um starfsáætlun skólans og framkvæmd hennar.
  • fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda.
  • veitir umsögn um erindi frá skólanefnd, almennum kennarafundi, nemendaráði, einstaklingum, skólameistara og menntamálaráðuneytinu sé þess óskað.
  • fjallar um mál sem varða einstaka nemendur. Með slík mál skal farið sem trúnaðarmál.


Kosið er til skólaráðs við upphaf hvers skólaárs. Í ráðinu sitja tveir fulltrúar kennara, kjörnir á fyrsta almenna kennarafundi skólaársins. Nemendaráð kýs tvo fulltrúa í skólaráð. Aðstoðarskólameistari og áfangastjóri sitja í skólaráði. Starfi öldungadeild við framhaldsskóla sitji fulltrúar nemenda þeirra fundi skólaráðs þegar málefni þeirra eru á dagskrá. Skólameistari er oddviti skólaráðs og stýrir fundum þess.


Skólaráð 2016-2017
Kristján Ásmundsson, skólameistari
Guðlaug M. Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari
Elín Rut Ólafsdóttir, áfangastjóri
Ægir Karl Ægisson, áfangastjóri
Anna Karlsdóttir Taylor, kennari
Sumarrós Sigurðardóttir, kennari
Simon Carmer Larsen, kennari (varamaður)
Þorvaldur Sigurðsson, kennari (varamaður)
Tveir fulltrúar nemenda, tilnefndir af nemendafélaginu NFS

Síðast breytt: 5. október 2017

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014