Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

ITN-205A

Iðnteikning netagerðar
Nemendur þjálfast í að teikna veiðarfæri á tölvu. Farið er yfir allar reglur sem gilda um teiknun veiðarfæra. Teiknaðar eru mismunandi gerðir veiðarfæra en einkum er lögð áherslu á að teikna vörpur og nætur.
  • Undanfari: ITN 103
  • Athugasemd: Samhliða: VOV 103, LOR 101, FNG 103, ENS 211 og ENG 102.

ITN-1036

Iðnteikning netagerðar
Nemendur eru þjálfaðir í lestri hvers konar veiðarfærateikninga og læra að stækka og minnka teikningar. Farið er yfir allar reglur sem gilda um teiknun veiðarfæra. Teiknaðar eru mismunandi gerðir veiðarfæra. Í áfanganum er lögð áhersla á að teikna vörpur og nætur.
  • Undanfari: GRT203
  • Athugasemd: Samhliða: VOV 103, LOR 101, FNG 103 og ENG 102.

ÍSA-5036

Íslenska sem annað tungumál - Íslenskar nútímabókmenntir
Í áfanganum er unnið með bókmenntasögu 20. aldar setta í samhengi við strauma og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum bæði hérlendis og erlendis á sama tímaskeiði. Nemendur kynnast íslenskum bókmenntum frá aldamótum til okkar daga. Nemendur lesa sögur og ljóð og gera grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega. Í áfanganum er gert ráð fyrir að lengri tíma sé varið til forkennslu orðaforða, málfræði- og framburðarkennslu, umræðna um menningarlegt samhengi og útskýringa á námsefni í samræmi við íslenskukunnáttu áður en tekist er á við textarýni. Gert er ráð fyrir að nemendur þurfi hjálpargögn og aukaefni til þess að skilja menningarlegan bakgrunn og samhengi þeirra verka sem fjallað er um.
  • Undanfari: ÍSA 403

ÍSA-4036

Íslenska sem annað tungumál - Íslenskar bókmenntir og menningarsaga
Í áfanganum er gefið yfirlit yfir bókmenntir og menningarsögu Íslands og er námsefnið lagað að íslenskukunnáttu nemenda með annað móðurmál. Markmið áfangans er að gefa nemendum með annað móðurmál menningarlegan og mállegan ramma til þess að þeir átti sig á þeirri menningarbundnu þekkingu og þjóðarvitund sem oft er gengið út frá í námsefni og námstökum. Fjallað verður um norræn trúarbrögð og goðsagnir og áhrif norrænnar goðafræði á íslenskar bókmenntir. Gefið verður yfirlit yfir sögu Íslands og þjóðhætti. Fjallað er um undirstöðuatriði íslensks málkerfis og málfræðihugtök.
  • Undanfari: ÍSA 303/313
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014