Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

HSU-1024

Meginmarkmið áfangans er að neminn geti geti stillt suðutækin, þ.e. straum, spennu og viðnám. Þekki hlutverk hlífðargassins. Geti soðið lárétt og lóðrétt fallandi efni; stál, ál og ryðfrítt stál, 1-3 mm. Þekki helstu galla í suðum og ástæður þeirra.

Að áfanga loknum þekki nemandinn gastegundir og gasblöndur við suðu á stáli, áli og ryðfríum efnum. Hann á að þekkja alla hluta suðubyssu og leiðara fyrir MIG/MAG og TIG suður; virkni suðutækja, drifbúnað og pólun; virkni viðnámsspólu í MIG MAG suðutækjum; áhrif mikils og lítils gasflæðis; galla í suðunni vegna rangra stillinga. Nemi þekki öryggismál, brunahættu vegna leiðara og flakkandi straums, helstu hættur vegna rafstraums, geislunar og reyks, eldfimra efna og varúðarráðstafanir gegn þeim, persónulegan búnað og hlífar.

Að áfanga loknum geti nemandinn sett rúlluvír í suðutæki, stillt saman hraða vírs og spennu, stillt gasflæðið, stillt suðutækið fyrir punktsuðu/skrefsuðu, soðið saman sköruð samskeyti lárétt og lóðrétt með hlífðargasi, gegnumsoðið 3 mm stálplötur öðrum megin frá, stúfsuðu með rauf lárétt og lóðrétt. Hann geti soðið saman kverksuður lárétt og lóðrétt fallandi með hlífðargasi, soðið saman 1 mm plötur, lárétt og lóðrétt fallandi kverksuður með hlífðargasi.

  • Undanfari: RSU/LSU

HUV-2436

Nemendur læra að setja upp vefsíður í CMS vefumsjónarkerfi eins og t.d. Joomla. Nemendur hanna og byggja upp vefsíður með ýmsa notkunareiginleika í huga. Reynt er að láta verkefni líta út fyrir að vera sem raunverulegust. Nemendur vinna stórt lokaverkefni í áfanganum og mega vinna það í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu.
  • Undanfari: HUV 143
  • Athugasemd: Áfangi fyrir nemendur á tölvuþjónustubraut.

HUV-1436

Fjallað verður almennt um notkun á internetinu. Aðaláhersla áfangans er að læra uppsetningu á heimasíðum og kynnast mismunandi aðferðum til þess. Nemendur læra grunnatriði í Photoshop, HTML og CSS. Ýmis vefumsjónarkerfi sem finna má á internetinu skoðuð og settar upp nokkrar mismunandi vefsíður. Nemendur vinna lokaverkefni í formi vefsíðu þar sem reynir á alla þætti sem hafa verið skoðaðir í áfanganum.
  • Undanfari: Enginn
  • Athugasemd: Áfangi fyrir nemendur á tölvuþjónustubraut.

HÚB-1024

Í áfanganum er fjallað um viðgerðir og breytingar á eldri byggingum og mannvirkjum úr tré og steini. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að varðveita byggingarsögulegt gildi húsa á sama tíma og reynt er að koma til móts við kröfur nútímans um endingu, þægindi og brunavarnir með hliðsjón af lögum og reglum. Farið er yfir greiningu á fúa- og steypuskemmdum, endurnýjun á burðarvirkjum, klæðningum, gluggum, hurðum og öðrum byggingarhlutum. Jafnframt lærir nemandinn um algenga breytingavinnu svo sem endurnýjun á gleri, smíði viðbygginga eins og glerskála, breytingar á þökum s.s. smíði þakkvista. Kennslan er aðallega bókleg en einnig verkleg þar sem við á. Lögð er áhersla á minni verkefni og sýnikennslu. Áfanginn er ætlaður fyrir verðandi húsasmiði.
  • Undanfari: TIH 10A og ÚVH 102

HÚS-1936

Grunnáfangi í smíði fyrir nemendur á almennum brautum, valáfangi fyrir aðra. Í áfanganum fá nemendur kynningu á helstu verkfærum og vinnubrögðum í húsasmíði. Éinfaldir hlutir smíðaðir.

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014