Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

HGR-2036

Í áfanganum er kennt að setja rúllur í hár og greiða mismunandi greiðslur á síðu og stuttu hári samkvæmt Pivot Point kerfi miðað við fyrirfram ákveðið form og kennd notkun verklýsinga. Nemandi lærir að greiða bylgjur í allt hárið, bæði beint aftur og með hliðarskiptingu.
  • Undanfari: HGR 103

HGR-1036

Nemandinn fær þjálfun í að rúlla upp og greiða hár á æfingarhöfði í mismunandi form samkvæmt Pivot Point kerfi og kynnist gerð og notkun verklýsingar sem hjálpartækis í hárgreiðslu. Kennd eru grunnatriði klípuísetninga og blautbylgjugreiðslna.
  • Undanfari: Enginn

HJÚ-5036

Samfélagshjúkrun
Í áfanganum er lögð áhersla á heildarhyggju. Fjallað er um hugtök og kenningar í fjölskylduhjúkrun. Farið er í kenningar um þroskaferil fjölskyldunnar, þarfir og verkefni fjölskyldumeðlima á ýmsum þroskastigum. Hugtök og kenningar í tengslum við barneignir eru kynntar. Farið er í hugmyndafræði heilsueflingar og hjúkrunarviðfangsefni í tengslum við fjölskyldu- og heilsugæsluhjúkrun. Fjallað er um meðgöngu, fæðingu og þroska barna og unglinga. Farið er í ofbeldi í fjölskyldum og afleiðingar þess. Fjallað er um barnahjúkrun og áhrif sjúkdóma á þroska og afkomu fjölskyldunnar. Hugmyndafræði geðhjúkrunar er kynnt. Fjallað er um algengar geðraskanir, forvarnir, meðferð og endurhæfingu geðsjúkra með áherslu á fjölskyldumiðaða nálgun.
  • Undanfari: HJÚ 403

HJÚ-4036

Handlækningahjúkrun
Í áfanganum er fjallað um hjúkrun sjúklinga fyrir og eftir skurðaðgerðir. Fjallað er um hjúkrun sjúklinga eftir slys. Gerð er grein fyrir ástandi sem getur leitt til missis líkamshluta og fjallað er um breytta líkamsímynd. Farið er í helstu rannsóknir sem gerðar eru á sjúklingum fyrir og eftir skurðaðgerðir. Fjallað er um mismunandi undibúning sjúklinga fyrir rannsóknir og skurðaðgerðir.
  • Undanfari: (eða samhliða): HJÚ 303

HJÚ-3036

Kynnt er aðstoð og eftirlit með sjúklingum fyrir og eftir aðgerðir. Fjallað skal um aðhlynningu sjúklinga með eftirtalda sjúkdóma: sjúkdóma í innkirtlum, hjarta og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, þvagfæra-, meltingar-, stoðkerfis-, þekjukerfis-, og kynfærasjúkdóma.Nemandi geti sýnt þekkingu í umönnun sjúklinga á hand- og lyflæknisdeildum.
  • Undanfari: HJÚ 203, HJÚ 212 og HJV 213
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014