Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

HÁR-1936

Að kynna fyrir nemendum hársnyrtinámið og því sem námið tengist. Áfangi fyrir nemendur á almennum brautum og er einnig valáfangi fyrir aðra.
  • Undanfari: Enginn
  • Athugasemd: Áfangi fyrir almenna braut.

HBF-1036

Heilbrigðisfræði
Saga heilbrigðisfræðinnar er kynnt. Lagður er grunnur að þekkingu á viðfangsefnum og rannsóknaraðferðum heilbrigðisfræðinnar. Fjallað er um hugtök eins og heilsu, sjúkdóma, innra og ytra umhverfi. Lögð er áhersla á að nemendur meti eigin heilsu og þekki hvaða leiðir þeir eiga að fara til að auka eigið heilbrigði. Áhersla er lögð á forvarnir og leiðir til að bæta heilbrigðisástand og efla heilbrigðisvitund. Fjallað er um mismunandi heilbrigðis og félagslegar aðstæður einstaklinga og rætt um áhrif þeirra á kynhvöt og kynlíf. Skoðað er mismunandi gildismat, viðhorf og viðbrögð við kynlífi. Fjallað er um meðgöngu og fæðingu. Gerð er grein fyrir breytingaskeiði karla og kvenna. Fjallað er um helstu vímuefni í umferð og áhrif þeirra á heilbrigðisástand einstaklinga. Gerð er grein fyrir helstu flokkum örvera, smitleiðir sýkla og varnir gegn sýkingum. Fjallað er um algenga sjúkdóma í nútíma samfélagi, orsakir þeirra og forvarnir. Farið er í mengunarvarnir og aðgerðir til að vernda umhverfið og lífríkið gegn mengun. Fjallað er um algengustu slysin í nútíma samfélagi og varnir gegn þeim. Vinnuvernd kynnt.

HBF-1012

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að hafa öðlast þekkingu og færni til að veita skyndihjálp við bráðasjúkdómum eða slysum, geta lagt mat á ástand hins sjúka eða slasaða, geta búið um áverka og búið sjúkling undir flutning til læknis. Nemandinn á að öðlast þekkingu á innihaldi lyfjakistu, þekkja þau lyf sem þar eru, áhrif þeirra og aukaverkanir, geta gefið sýklalyf og verkjalyf og veitt lyfjagjöf í samráði við lækni. Nemandinn þarf einnig að geta búið um minniháttar sár og stöðvað minniháttar blæðingar.
  • Undanfari: Enginn

HES-1036

Siðfræði: Fjallað um kenningar og hugmyndir sem hafa mótað siðfræði og stjórnspeki Evrópubúa frá dögum Sókratesar fram á nýöld.

Rökfræði: Helstu hugmyndir rökfræðinnar og greining rökfræðslunar.

Þekkingarfræðin: Kenningar þekkingarfræðinnar frá frummyndakenningu Platóns allt til kenninga nýaldar heimspekinga.

Sjórnmálaheimspeki: Hvað gerir gott stjórnkerfi.

Frumtextar eru lesnir.

  • Undanfari: ÍSL 203/212
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014