Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

JAR-2036

Jarðsagan og landrekið
Í áfanganum er fjallað um landrek ákveðinna svæða, einstaka tíma í sögu jarðar, tilurð Íslands m.a. út frá landrekskenningunni og þær breytingar sem orðið hafa á eldvirkni, lífríki og loftslagi á landinu. Kynntar eru kenningar um uppruna jarðar og aldursákvarðanir og lögð áhersla á að nemendur þekki nútímaaðferðir sem beitt er við rannsóknir á jarðsögunni. Fjallað er um þróun lífríkis, almennt og meðal einstakra hópa, þar á meðal mannsins. Kynntar eru kenningar um útdauða lífvera og einstök dæmi tekin m.a. í tengslum við umfjöllun um loftslagsbreytingar, ísaldir og orsakir þeirra. Áframhaldandi umfjöllun frá JAR 103 er um þróun rekbelta, uppruna kviku og heita reiti. Í áfanganum er áhersla lögð á verkefnavinnu nemenda í tengslum við náttúruskoðun og vettvangsferðir. Nemendur fá þjálfun í túlkun jarðlagasniða, lestri jarðfræðikorta og í notkun nýjustu forrita er líkja eftir aðstæðum í jarðskorpu, s.s. við jarðskjálfta, eldgos og landrek.
  • Undanfari: JAR 103
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014