Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

FÉL-3036

Stjórnmálafræði
Í áfanganum er stjórnmálafræðin kynnt sem fræðigrein. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum sem notuð eru í fræðigreininni. Nemendur læra að greina helstu hugmyndafræðistrauma stjórnmálanna. Þeir læra um einkenni og forsendur lýðræðis og hvað greini lýðræði frá einræðis- og alræðisstjórnarfari. Rakin er þróun íslenskra stjórnmála frá sjálfstæðisstjórnmálum til stéttastjórnmála og til þeirrar margbreytni sem nú einkennir íslensk stjórnmál. Nemendur meta þróun íslenskra stjórnmála út frá þeim hugtökum sem þeir læra og tengja sögu íslenskra stjórnmálaflokka við helstu hugmyndakerfin. Nemendur læra um þróun og hlutverk Alþingis, sögu og fylgisþróun stjórnmálaflokkanna og áhrif ólíkra hagsmunasamtaka í íslenskum stjórnmálum. Nemendur læra hvernig túlka má íslenska stjórnmálakerfið og stjórnmálaþátttöku út frá ólíkum kenningum. Nemendur skoða hlutverk fjölmiðla varðandi lýðræðisþróun og hvernig áhrifavaldar í stjórnmálum nota fjölmiðla, þar á meðal heimasíður á Netinu.

Meginmarkmið áfangans er að gera nemendur hæfari til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Stefnt er að því að nemendur geti lagt gagnrýnið mat á átakaefni í íslenskum stjórnmálum og að þeir geti rökstutt slíkt mat með fræðilegum vinnubrögðum.

Efnið er kynnt með fyrirlestrum og í umræðuformi. Nemendur leita að upplýsingum á Netinu og geisladiskum, sem og með samskiptum við aðra á Netinu, og kynna sér af eigin raun (t.d. með heimsóknum eða á Netinu) stjórnmálamenn og stofnanir sem tengjast stjórnmálum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni.

  • Undanfari: FÉL 203
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014