Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

ÞÝS-7036

Greining á textum og hlustunarefni
Áfram er haldið að þjálfa nemendur í því að greina og meta texta og myndefni, en núna er einnig farið að greina hlustunarefni, þ.e. að átta sig á því hvort í töluðu erindi sé miðlað upplýsingum, skoðunum lýst eða viðhorfum. Munnleg og skrifleg tjáning er æfð en núna er einnig lögð áhersla á að færa rök fyrir máli sínu. Í þemavinnu er fjallað um mállýsku- og menningarmun þýskumælandi landa.

Auk þess er tekið efni (texti, tón- eða myndefni), sem nemendur fá að velja að hluta sjálfir og sem er hraðlesið, aðallega í þeim tilgangi að nemendur njóti eigin kunnáttu án þess að íþyngja þeim með öðrum verkefnum tengdum efninu en að segja í stuttu erindi (u.þ.b. 5-10 mín.) frá því sem þeir hafa fengist við.

  • Undanfari: ÞÝS 603
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014