Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Málabraut (MB) 140 ein.


Málabraut (MB) 140 ein.

Meginmarkmið náms á málabraut er að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegu námi með áherslu á erlend tungumál. Brautin býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla, einkum á sviði málvísinda og þar sem gerð er krafa um góða tungumálakunnáttu. Meðalnámstími er 8 annir og náminu lýkur með stúdentsprófi.

Námsframvinda:
- Ef nemandi fellur í fleiri en tveimur bóklegum greinum tvær annar í röð þarf hann að velja sér aðra braut en stúdentsbraut.
- Ef nemandi fellur í sama áfanga í íslensku tvisvar í röð þarf hann að velja sér aðra braut en stúdentsbraut.
- Ef nemandi fellur í sama áfanga í ensku tvisvar í röð þarf hann að velja sér aðra braut en málabraut. Ástæðan er sú að enska er grunnfag á brautinni og þarf nemandi að taka a.m.k. fimm áfanga í greininni (103 - 503) til að ljúka brautinni.
Prentvæn útgáfa - Málabraut  
Námsáætlun-skipting á annir  
   
Kjarni 98 ein.
Íslenska                   ÍSL 103 203 (102 202 212) 303 403 503 15 ein.
Stærðfræði                               STÆ 103 203 (102 122 202)       6 ein.
Erlend tungumál                   48 ein.
   Enska ENS 103 203 (102 202 212) 303 403 503  
   Danska DAN 103 203 (102 202 212) 303      
   3. erlenda mál   103 203 303 403 503        
   4. erlenda mál   103 203 303            
Saga                             SAG 103 203             6 ein.
Félagsfræði FÉL 103               3 ein.
Lífsleikni LKN 103               3 ein.
Náttúruvísindi NÁT 103 113 123           9 ein.
Íþróttir ÍÞR 1B1 1V1 1V1 1D1 2V1 2V1 2V1 2V1 8 ein.
Kjörsvið 30 ein.
Kjörsvið felur í sér sérhæfingu í tungumálum í samræmi við markmið brautarinnar.
Kjörsviðsgreinar málabrautar eru:
   Danska/norska/sænska DAN 403                
   Enska ENS 603 703 803            
   Franska FRA (403 503) 603            
   Íslenska ÍSL 603 613 623 633 643 653 663    
   Spænska SPÆ (403  503) 603            
   Stærðfræði                               STÆ 303/
363
313 403/
463
413 503        
   Þýska ÞÝS (403 503) 603            

Skóli getur bætt við áföngum í ofannefndum greinum sbr. það sem segir um áfangalýsingar í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla.
Nemandi velur sér ekki færri en þrjár greinar sem kjörsviðsgreinar, annaðhvort viðbót við kjarnagreinar eða nýjar greinar.
Samanlagt nám í grein á kjörsviði og í kjarna verði að lágmarki 9 einingar.
Nemandi á málabraut getur einnig tekið allt að 12 eininga nám á kjörsviðum annarra brauta sem hluta af sínu kjörsviði. Þó mega einingar í grein ekki vera færri en 9.

Frjálst val nemanda: 12 ein.  
Nemandi velur 12 einingar af námsframboði viðkomandi skóla.
Skóla er einnig heimilt að meta inn í frjálst val nám sem nemandi hefur tekið í öðrum skólum.

Síðast breytt: 30. október 2014

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014