Sálfræðingar

Sálfræðingar eru til viðtals fyrir nemendur skólans.

Skrifstofa sálfræðinga er við hliðina á sjúkraliðastofunni 231, innst á ganginum á 2. hæð.
HÉR er hægt að óska eftir viðtali hjá sálfræðingi. Einnig er hægt að panta viðtalstíma í gegnum námsráðgjafa.
Ekki þarf að panta í opna tíma en þeir eru hugsaðir fyrir styttri viðtöl.

Á haustönn 2020 eru viðtalstímar eftirfarandi:
Þriðjudagar Viðtalstími kl. 8:30 til 14:30 Kristín Guðrún Reynisdóttir
     
Fimmtudagar Viðtalstími kl. 8:30 til 14:30 Hulda María Einarsdóttir
     

Sálfræðingar á vegum fræðslusviðs Reykjanesbæjar veita nemendum skólans sálfræðiþjónustu þeim að kostnaðarlausu. Þjónustan felst í einstaklingsviðtölum, þar sem áhersla er lögð á ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Tilgangur þjónustunnar er að stuðla að almennri velferð nemenda skólans. Sálfræðingar aðstoða nemendur við að fá þá aðstoð sem viðkomandi þarf á að halda hjá viðeigandi meðferðaraðila.

Þær Kristín Guðrún og Hulda María, sálfræðingar hjá fræðslusviði Reykjanesbæjar verða með fasta viðtalstíma í FS. Þær eru með aðstöðu á sama stað og hjúkrunarfræðingurinn, á annarri hæð álmu 3. Til að panta viðtalstíma hjá þeim senda nemendur, forráðamenn eða starfsmenn tölvupóst á netfangið fssal@reykjanesbaer.is með eftirfarandi upplýsingum:  nafn, kennitölu og símanúmer nemandans. Nemendur, forráðamenn eða starfsmenn eru hvattir til að setja fram stutta lýsingu á ástæðu komu, ef þeir treysta sér til.

Þá geta nemendur einnig mætt fyrir framan skrifstofu sálfræðings þegar auglýstir eru opnir tímar. Opnir tímar eru hugsaðir sem stutt ráðgjafaviðtal. Nemandi þarf ekki að panta tíma, né fylla út upplýsingablaðið og er miðað við að viðtölin séu um 10 - 15 mínútur.

Hægt er að senda fyrirspurnir til Kristínar og Huldu Maríu með því að senda tölvupóst á netfangið fssal@reykjanesbaer.is.

Algengar spurningar

Hverjir hafa aðgang að viðtölum hjá sálfræðingi á vegum FS?
Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa aðgang að sálfræðiþjónustu, þeim að kostnaðarlausu. Einnig stendur starfsfólki skólans til boða að leita ráðgjafar í tengslum við nemendur sína. Reglum um persónuvernd og trúnað er fylgt.

Hverjir eiga erindi til sálfræðings?
Í raun allir þeir sem vilja hlúa að andlegri heilsu sinni. Þeir sem hafa spurningar um andlega líðan eða telja sig þurfa aðstoð til að líða og/eða ganga betur. Ekkert erindi er of lítilvægt til að óska eftir áliti sálfræðings. Ástæður þess að fólk leitar til sálfræðings eru margvíslegar. Þar má nefna lítið sjálfstraust, lágt sjálfsmat, félagslegir erfiðleikar. Erfiðleikar við að standast kröfur annarra (sbr. nám/vinir/foreldrar), slök skólasókn, kvíði og depurð. Stundum þurfum við aðstoð til að takast á við erfiðleika sem þessa á árangursríkan hátt, þannig getum við stuðlað að bættri líðan og dregið úr líkunum að vandinn versni. Sért þú í vafa, hvetjum við þig til að nýta þér opinn viðtalstíma.

Hvað er gert í viðtalstímum hjá sálfræðingi FS?
Í viðtalstímum sálfræðinga í FS er lögð áhersla á ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Viðtölin eru sniðin eftir þörfum hvers og eins. Viðtölin byggjast á samvinnu, þar sem nemendur og sálfræðingur vinna saman að kortlagningu vandans. Þeir setja sameiginleg markmið til að takast á við hann. Samvinna þar sem nemendur leggja til sérþekkingu sína um eigin líðan. Sálfræðingar nota sérþekkingu sína um árangursríkar leiðir til að takast á við erfiðleika. Í þeim tilfellum þar sem nemendur þurfa frekari aðstoð, koma sálfræðingar til með að beina nemendum í viðeigandi þjónustu.

Ég er nemandi í FS og langar til að hitta sálfræðing skólans, hvað geri ég?
Þú sem nemandi skólans getur pantað tíma hjá sálfræðingi eða mætt í opinn tíma. Þú getur einnig leitað aðstoðar hjá starfsfólki skólans eða foreldrum/forráðamönnum þínum, sem geta óskað eftir viðtalstíma fyrir þig.

Til að panta tíma hjá sálfræðingi sendir þú tölvupóst á netfangið fssal@reykjanesbaer.is með upplýsingum um nafn, kennitölu og símanúmer. Þá hvetjum við þig til að setja fram stutta lýsingu á ástæðu komu, ef þú treystir þér til. Haft verður samband við þig við fyrsta tækifæri og þér boðinn tími.

Þá ert þú einnig hjartanlega velkominn í opinn tíma sálfræðings, sem eru á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl 11 og 12. Þá mætir þú fyrir framan skrifstofu sálfræðings og bíður þess að fá viðtal. Ef hurðin er lokuð, biðjum við þig um að sýna biðlund þar til þér er boðið inn. Opnir tímar eru hugsaðir sem stutt ráðgjafarviðtal og er miðað við að viðtalið sé um 10-15 mínútur.

Panta viðtalstíma hjá sálfræðingi

Salfraedi 01
Af hverju þarf ég að fylla út upplýsingablað eftir að ég hef pantað tíma?
Upplýsingablaðið inniheldur gagnlegar upplýsingar fyrir sálfræðinginn. Það hjálpar honum að undirbúa viðtalstímann, inniheldur upplýsingar um hvernig best er að ná í þig og upplýst samþykki þitt. Þú þarft aðeins að fylla út upplýsingablaðið fyrir fyrsta viðtalstímann. Upplýsingablaðinu er skilað í póstkassa sálfræðings sem er staðsettur fyrir framan viðtalsherbergi þeirra. Einnig má skila því til náms- og starfsráðgjafa sem skilar því til sálfræðingsins.

Hver er munurinn á bókuðum viðtalstíma og opnum tíma?
Bókaðir viðtalstímar eru yfirleitt um 45 mínútur. Þar setja nemandi og sálfræðingur fram sameiginleg markmið og skilgreina leiðir til að vinna að markmiðunum. Þar gefst nemendum og sálfræðingi meiri tími til þess að vinna saman, þar sem hvert viðtal er lengra og yfirleitt um fleiri en einn viðtalstíma að ræða.
Opnir viðtalstímar eru skemmri viðtöl, um 10-15 mínútur. Þar gefst nemendum tækifæri til að fá stutta ráðgjöf og svör við spurningum sem þeir kunna að hafa. Nemendur sem eru óvissir hvort þeir eigi erindi til sálfræðings  þjónustu eru hvattir til að nýta sér opna tíma. Þar er líka hægt að fá svör við spurningum um þjónustuna.

Salfraedi 02
Getur foreldri/forráðamaður óskað eftir viðtali fyrir barn sitt?
Já, það getur hann með því að senda tölvupóst á netfangið fssal@reykjanesbaer.is, með upplýsingum um nafn og símanúmer foreldra og nemanda. Þá eru foreldrar hvattir til að setja fram stutta lýsingu á ástæðu komu, ef þeir treysta sér til. Einnig eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að fylla út sérstakt upplýsingablað og skila því í lokuðu umslagi í póstkassa sálfræðings fyrir utan viðtalsherbergi hans eða til náms- og starfsráðgjafa. Upplýsingablaðið má nálgast fyrir utan skrifstofu sálfræðinga, hjá náms- og starfsráðgjafa og á vef skólans. Mikilvægt er að þetta sé gert í fullu samráði við nemandann. Haft verður samband við nemandann við fyrsta tækifæri og honum boðinn tími.

Salfraedi 03
Getur starfsmaður skólans óskað eftir viðtali fyrir nemanda skólans?
Já, það getur hann með því að senda tölvupóst á netfangið fssal@reykjanesbaer.is, með upplýsingum um nafn, kennitölu og símanúmer nemanda. Þá er starfsfólk hvatt til að setja fram stutta lýsingu á ástæðu komu, ef það treystir sér til. Einnig er starfsmaður beðinn um að fylla út sérstakt upplýsingablað og skila því í lokuðu umslagi í póstkassa sálfræðings fyrir utan viðtalsherbergi hans eða til náms- og starfsráðgjafa. Upplýsingablaðið má nálgast fyrir utan skrifstofu sálfræðinga, hjá náms- og starfsráðgjafa og á vef skólans. Mikilvægt er að þetta sé gert í fullu samráði við nemandann og foreldra/forráðamenn eigi það við. Haft verður samband við nemandann við fyrsta tækifæri og honum boðinn tími.

Salfraedi 04
Getur starfsmaður skólans óskað eftir áliti/ráðgjöf sálfræðings, er varða eigin aðkomu og samskipti við nemendur?
Já, sálfræðingur FS veitir starfsfólki skólans ráðgjöf um samskipti við nemendur. Tvær leiðir eru í boði. Annars vegar er hægt að óska eftir ráðgjöf þar sem upplýst samþykki nemandans liggur fyrir. Ef nemandi er yngri en 18 ára þarf upplýst samþykki foreldra/forráðamanna. Hins vegar er hægt að óska eftir almennri ráðgjöf, þar sem mál nemenda eru rædd. þetta er gert án þess að hægt sé að rekja þau til einstakra nemenda. Þá þarf ekki upplýst samþykki.
Til að óska eftir ráðgjöf sendir starfsmaður tölvupóst á fssal@reykjanesbaer.is. Haft verður samband við starfsmanninn við fyrsta tækifæri og bókaður tími.

Salfraedi 05
Hvað eru viðtöl við sálfræðing yfirleitt löng?
Bókaður viðtalstími er yfirleitt um 45 mínútur. Opinn viðtalstími er um 10 til 15 mínútur.

Er hægt að óska eftir meðferð hjá sálfræðingi á vegum FS?
Sálfræðingar á vegum FS veita ekki klíníska meðferð. Þess í stað er lögð áhersla á fræðslu, ráðgjöf og stuðning fyrir nemendur. Sé það sameiginlegt mat nemanda og sálfræðings að þörf sé á frekari þjónustu, aðstoðar sálfræðingur nemandann við að sækja um viðeigandi þjónustu.

Er hægt að óska eftir greiningu hjá sálfræðingi á vegum FS?
Sálfræðingar á vegum FS veita ekki klíníska greiningarþjónustu. Hins vegar er lagt mat á birtingarmynd vandans og þörf fyrir þjónustu metin, án þess að afstaða sé tekin til sjúkdómsgreininga. Sé það sameiginlegt mat nemanda og sálfræðings að þörf sé á klínískri greiningarvinnu, aðstoðar sálfræðingur nemandann við að fá viðeigandi þjónustu.

Hvar er sálfræðingurinn staðsettur?
Sálfræðingurinn er með aðstöðu í viðtalsherbergi hjúkrunarfræðings á annarri hæð í álmu 3, við hliðina á stofu 231 (sjúkraliðastofunni).

Er sálfræðingur bundinn trúnaði?
Já, sálfræðingur er bundinn þagnarskyldu samkvæmt lögum nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn og siðareglum sálfræðinga.
Í siðareglum sálfræðinga stendur um þagnarskyldu;

Salfraedi 06
Þarf ég að láta foreldra mína vita ef mig langar til þess að fara í viðtal hjá sálfræðingi?
Nei, þú þarft ekki að láta foreldra þína vita. Samkvæmt svari umboðsmanns barna mega þeir sem eru eldri en 16 ára fara sjálfir til sálfræðings, án vitundar foreldra. Við hvetjum þig þó eindregið til þess að leita til foreldra þinna, ef þú treystir þér til.
Sjá svar umboðsmanns barna með því að smella hér.

Hvað geri ég ef ég kemst ekki í bókaðan tíma?
Mikilvægt er að afbóka tíma með góðum fyrirvara. Gott er að miða við sólarhring áður. Ef eitthvað skyndilegt kemur upp á, s.s. veikindi ert þú beðinn um að afboða við fyrsta tækifæri. Ef til vill geta aðrir samnemendur þínir nýtt sér tímann.