Umhverfisstefna

Meginmarkmið:
Að skapa umhverfisvænt en jafnframt hlýlegt umhverfi sem bæði nemendur og starfsfólk skólans beri virðingu fyrir og finnist gott að starfa í.

Deilimarkmið:

 • Að umgengni verði til fyrirmyndar í húsakynnum skólans og á lóð hans.
 • Að við innkaup verði tekið tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða.
 • Að nota sem minnst af skaðlegum efnum og sem mest af endurnýtanlegum.
 • Að lágmarka notkun á pappír.
 • Að úrgangur sem til fellur í rekstri skólans sé endurunninn eða endurnýttur eftir því sem við verður komið.
 • Að tryggja að spilliefnum sé fargað á viðeigandi hátt.
 • Að lágmarka notkun einnota matar- og drykkjaríláta.
 • Að efla umræðu og fræðslu í umhverfismálum.
 • Að hvetja nemendur og starfsfólk til að ganga og hjóla í skólann eða nota almenningssamgöngur eftir því sem við verður komið.

Aðgerðaáætlun:

 • Hvetja kennara og nemendur til að lágmarka ljósritun og ljósrita og skrifa beggja vegna á pappír.
 • Koma á sorpflokkunarkerfi við skólann.
 • Hreinsa reglulega tyggjóklessur af skólalóð.
 • Hafa mottur sem taka við bleytu og óhreinindum við innganga skólans.
 • Við ræstingu verði einungis notuð umhverfisvæn efni.
 • Að skólinn standi fyrir fræðslu um umhverfismál fyrir nemendur og starfsfólk eftir því sem kostur er.
 • Hvetja nemendur og starfsfólk til að ganga vel um sameiginleg rými.

Síðast endurskoðað í janúar 2017.