- Skólinn
- Námið
- Önnin
- Þjónusta
- Hafa samband
- Íslenska
- English
- Polski
- Tilkynna einelti/ofbeldi
Skólinn tekur þátt í verkefninu: Græn skref í ríkisrekstri.
Umhverfisstefna Fjölbrautaskóla Suðurnesja byggir á innleiðingu grænna skrefa í ríkisrekstri og tillögum um umhverfisstefnu í ríkisrekstri sem umhverfisráðuneytið gaf út 1997 og samþykktar voru í ríkisstjórn 1997.
Meginmarkmið:
Að skapa umhverfisvænt en jafnframt hlýlegt umhverfi sem bæði nemendur og starfsfólk skólans beri virðingu fyrir og finnist gott að starfa í. Auk þess er stefnt að því að gera starfsemi skólans umhverfisvænni, auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra. Einnig draga úr rekstrarkostnaði eins og hægt er, innleiða áherslur í umhverfismálum og gera aðgerðir skólans í umhverfismálum sýnilegar.
Deilimarkmið:
Stefnt skal að því að innleiða græn skref í ríkisrekstri, en í því felst m.a. að:
Aðgerðaáætlun:
Fjölbrautaskóli Suðurnesja stefnir á að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum með því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá starfseminni og þeim áhrifum sem losunin hefur í för með sér. Fjölbrautaskóli Suðurnesja vill leggja sitt af mörkum til að markmiðum Parísarsamningsins sé náð og taka þannig virkan þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar.
Fram til 2030 mun Fjölbrautaskóli Suðurnesja draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um samtals 30% miðað við árið 2019. Fjölbrautaskóli Suðurnesja mun fyrst og fremst leggja áherslu á að draga úr losun í rekstri en einnig kolefnisjafna alla eftirstandandi losun með kaupum á vottuðum kolefniseiningum frá og með árinu 2021.
Stefna þessi tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamningnum um samdrátt í losun GHL og kolefnishlutleysi.
Stefnan nær til samgangna á vegum Fjölbrautaskóla Suðurnesja, orkunotkunar, úrgangsmyndunar, innkaupa og umhverfisfræðslu. Stefnan nær til allrar starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurnesja, bygginga, mannvirkja og framkvæmda. Áhersla er jafnframt lögð á að fylgja Grænum skrefum og skila Grænu bókhaldi fyrir 1. apríl á hvert.
Umhverfis- og loftslagsstefna Fjölbrautaskóla Suðurnesja er rýnd að lágmarki þriðja hvert ár af stýrihóp umhverfismála og yfirmarkmið og undirmarkmið uppfærð með tilliti til þróunar í losun GHL á milli ára. Stefnan er samþykkt af stjórnendum og stýrihópi umhverfismála. Upplýsingum um árangur aðgerða er miðlað á heimasíðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Síðast endurskoðað í janúar 2021.