- Skólinn
- Námið
- Önnin
- Þjónusta
- Hafa samband
- Íslenska
- English
- Polski
- Tilkynna einelti/ofbeldi
Jafnréttisfulltrúi Fjölbrautaskóla Suðurnesja er Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari.
Um Jafnréttisáætlun Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Góð menntun eflir virðingu, víðsýni og umburðarlyndi og þar með jafnrétti. Markmiðið með jafnréttisáætlun Fjölbrautaskóla Suðurnesja er að stuðla að jafnrétti án tillits til kynferðis, fötlunar, litarháttar, trúarskoðana, kynhneigðar, þjóðernis eða annarra þátta. Fjölbrautaskóli Suðurnesja telur mikilvægt að nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum ólíkra hópa. Í öllu starfi skólans verði unnið gegn viðhorfum sem leiða til aðstöðumunar kynja sem og gegn þeim neikvæðu viðhorfum sem geta beinst að mismunandi litarhætti og minnihlutahópum. Jafnréttismál og leiðir til að vinna að jafnri stöðu kynjanna verði einnig virkur þáttur í starfsmannastefnu skólans.
Í 23. grein laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir að kynjum skuli ekki mismunað í skólum og öðrum uppeldisstofnunum og skuli þess gætt í námi og kennslu, starfsháttum og daglegri umgengni við nemendur. Kveðið er á um fræðslu um jafnréttismál á öllum skólastigum og að leitast skuli við að draga úr kynskiptu námsvali. Í jafnréttislögunum er ennfremur kveðið á um að í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skuli leitast við að kynna bæði piltum og stúlkum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin kvenna- eða karlastörf.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja leggur áherslu á eftirfarandi:
Í skólastarfinu skal lögð áhersla á að efla sjálfstæði og sjálfsvirðingu allra nemenda. Áhersla er á að nemendur njóti alhliða menntunar og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska og áhuga hvers og eins innan ramma námsskrár. Leitast verður við að hafa kennslu- og námsgögn þannig að nemendum sé ekki mismunað á nokkurn hátt. Mikilvægt er að kennarar séu meðvitaðir um þessa þætti og taki tillit til þeirra í daglegu starfi en lögð skal áhersla á eiginleika hvers einstaklings í hópnum. Mikilvægt er að þjálfa þætti eins og samvinnuhæfni og tillitssemi til að auðvelda nemendum að starfa í blönduðum hópum. Nemendur skulu fá fræðslu um jafnrétti, réttindi og skyldur.
Markmið
Aðgerðaráætlun
Ábyrgð
Tímarammi
Launaákvarðanir byggjast á kjarasamningum og lögum óháð kynferði og skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Karlar og konur skulu hafa jafna möguleika á launuðum aukastörfum innan skólans. Einnig skulu þau njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár samkvæmt lögum nr. 150/2020.
Markmið
Aðgerðaráætlun
Ábyrgð
Tímarammi
Í auglýsingum eru störf ókyngreind. Þegar birtar eru tölfræðilegar upplýsingar á vegum skólans skulu þær greindar eftir kyni, eftir því sem við á.
Jafnréttissjónarmið verði metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar. Stefnt er að því að halda sem jöfnustu hlutfalli kynjanna í hinum ýmsu störfum innan skólans. Þess verði gætt að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kynferðis við úthlutun verkefna, tilfærslu í störfum, tækifæra til að axla ábyrgð og framgang í störfum.
Tryggt verði að allt starfsfólk njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem eru haldin til að auka hæfni í starfi eða undirbúnings öðrum störfum. Til að tryggja að svo megi vera þarf að safna skipulega saman upplýsingum um starfsþjálfun og endurmenntun starfsmanna.
Markmið
Aðgerðaráætlun
Ábyrgð
Tímarammi
Leitast er við að gera starfsmönnum kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið. Þetta endurspeglast í fjölskyldustefnu skólans. Ekki skal líta á það sem mismunun að tekið er tillit til kvenna vegna þungunar og barnsburðar.
Markmið
Aðgerðaráætlun
Ábyrgð
Tímarammi
Lögð er áhersla á góða líðan starfsmanna og góðan starfsanda í skólanum. Allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og sæti ekki kynferðislegri áreitni, einelti né öðru ofbeldi. Sjá áætlun Fjölbrautaskóla Suðurnesja um viðbrögð við einelti.
Markmið
Aðgerðaráætlun
Ábyrgð
Tímarammi
Telji starfsmaður að jafnrétti sé brotið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja skal hann leita til jafnréttisfulltrúa, trúnaðarmanns eða aðstoðarskólameistara og þeir í sameiningu finna hverju máli farveg.
Telji nemandi að jafnrétti sé brotið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja skal hann leita til námsráðgjafa eða áfangastjóra sem í sameiningu finna hverju máli farveg.
Jafnréttisáætlun Fjölbrautaskóla Suðurnesja skal endurskoðuð og metin á þriggja ára fresti.
Síðast endurskoðað í júní 2022.